Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 114
í bókinni eru nokkur prósaljóð, sum þeirra ansi sterk. Nefna má sérstaklega „Sýnir næt- urvarðarins" og „Skrásetning þagnarinnar". Að stofni til eru þau ein hugmynd, eða tilfinn- ing, sem margar tengdar myndir vaxa útfrá. Sumar eru hrein veisla fyrir skynfærin „skrjáfið bak við tungumálið“, „tunglið hanga í gráum gálga dögunar / og svartklædd- ar verur skjótast undir öxinni". Þess vegna leiðist mér óskaplega að sjá, í „Skrásetningu þagnarinnar", litlausum myndum bregða fyr- ir; þegar þögnin er sögð beitt sem hnífur og mjúk sem snjór. Óskar virðist stefna í þá átt að segja alltaf færri og færri orð, notast við stutt ljóð sem byggja á einni stemningu, einni mynd. Sum ljóðin eru ekki meira en þrjár línur. Hér á íslandi hefur Einar Már helst reynt við þetta form í Er nokkur í kórónafötum hér inni?, en þó á ólíkan hátt. Menn hafa tengt þessa aðferð við hækur Japana en imagistar notuðust við hana í byrjun aldarinnar og víðfrægt er ljóðið „In a Station of the Metro" eftir konung imag- istanna, Ezra Pound. Auðvitað beitir skáld við lok 20. aldarinnar forminu öðruvísi en Pound og Japanir. En á íslandi hefur hækuformið semsagt lítið verið notað og virðist sem Óskar ætli sér að bæta úr: Ljósin úti á flóanum litbrigði drullupollanna támjóir skórnir og tunglið Óskar hefur greinilega lengi átt í stríði við orðin og er þjálfaður bardagamaður. Oftast fer hann með sigur af hólmi en stöku orustur tapast þó. Þar má nefna sem dæmi ljóðið „Miðnætursýning“: Ég slekk á tækinu klukkuna vantar fimm mínútur í — grunar að dagskrá kvöldsins hefjist ekki fyrr en eftir miðnætti Þetta ljóð er klisja, hefði vel mátt missa sín. Annað dæmi um það að Óskar skjóti yfir markið: Á blágötuhorni í haustrigningunni dapur Hér er orðinu dapur ofaukið. Dapurleiki er falinn í orðunum blágötuhorn og haustrign- ing. Einnar stjörnu nótt lýkur á prósakafla sem ber heitið „Bergstaðastrætið — úr glötuðu handriti bemskunnar. 1950-1956“, og kallast hann á við samsvarandi kafla í fyrri bók Ósk- ars, nema þar er ort um árin 1957-1963. Kaflinn inniheldur sjö prósaljóð og ber hvert þeirra ártal, byrjað er á fæðingunni — ljóðinu „1950“. Prósarnir eru bornir uppi af myndrænni frásögn, oftast af einu atviki. í fyrstu er umhverfið miðlægt, ekkert farið út úr húsinu. Þá eru gluggamir uppgötvaðir og að lokum stigið út í heiminn. Tónninn er prakkaralegur og fyndinn, stund um dálítið hrollvekjandi. Á einum stað er ljóðmælandinn eltur af hópi stráka með spýt- ur á lofti og hann finnur „volga strauma renna niður fótleggina". 1952 skríður hann tveggja ára uppí til móðurinnar og heimtar athygli. En hún sefur og erfiðlega gengur að vekja hana: (...) Ég hafði reynt allt. Með þungan hamarinn skreið ég uppí rúmið og horfði ráðþrota á sofandi andlitið, áður en hamarinn skall á enninu, svo fast að mamma lét ekki sjá sig fyrir utan hússins dyr dögum saman. Bókinni lýkur með árinu 1956. Sakleysi æsk- unnar er á enda: „Blóðugur hnefi gegnum eldhúsrúðu (. . .) glerbrotum rignir og / gata bemskunnar litast rauð.“ Og þannig endar Einnar stjörnu nótt. Mættum við fá meira að heyra. Jón Stefánsson 112 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.