Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 23
Jesse L. Byock íslendingasögur og kenningar um formgerö frásagna Munnleg hefö og bóksögur í Ijósi samfélagsgerðar Á undanförnum áratugum hefur komið fram vaxandi áhugi á að skilgreina frásagnarformgerðir íslendingasagna og nota þær til að varpa Ijósi á uppruna þeirra. í þessari grein er sagt frá nokkrum kenningum um slíkar formgerðir í sögunum og þær metnar, og einnig er fjallað um eldri hug- myndir um sögurnar í Ijósi nýrra kenninga um íslenskt þjóðfélag á miðöld- um. Höfundur lítur svo á að bygging sagnanna verði umfram allt skilin á grundvelli félagslegra þátta. Einnig er fjallað um hvað slík athugun frá félagsfræðilegu sjónarmiði felur í sér varðandi áhrif munnlega varðveittra sagna á íslendingasögur og áhrif frá bókmenntum á meginlandi Evrópu. íslendingasögur hafa lengi verið mönnum ráðgáta. Þær eru lausamálsfrásagnir á þjóð- tungunni og greina sig þannig frá öðrum evrópskum miðaldabókmenntum. Formleg frásagnareinkenni íslendingasagna greina þær líka frá þjóðsögum, epík, rómönsum og króníkum. Og rétt eins og til að gera gátuna erfiðari þá eru sögurnar sem bókmenntateg- und sláandi líkar raunsæisskáldsögum nítj- ándu aldar. Nú á dögum höfum við miklu skýrari mynd af íslandi til forna — þ.á m. af hlutföllum innlendrar menningar og er- lendra áhrifa og því hvernig þjóðfélagið starfaði — heldur en menn höfðu fyrir nokkrum áratugum. Því virðist orðið tíma- bært að endurskoða þær hugmyndir sem við höfum gert okkur um þessar bókmenntir, einkum um munnlegan bakgrunn þeirra.1 Þjóðfélagsuppbygging á íslandi veldur því að deilan um hlut munnlegrar hefðar í sögunum verður mun flóknari en ella. Sög- urnar eru ekki í hefðbundnu formi miðalda- frásagna og á íslandi var ekki dæmigert miðaldaþjóðfélag því að kerfíð gerði ráð fyrir að menn tækju sameiginlegar ákvarð- anir um völd og áhrif. Annars staðar á Vest- urlöndum var samband landeigenda og leiguliða mjög einkennandi á miðöldum en hér á landi var það nær óþekkt. Svæðis- bundin völd tíðkuðust yfirleitt ekki enda þótt þau hafi gegnsýrt vestrænar hugmyndir um eignarhald á landi og lagaleg og efna- hagsleg yfirráð.2 í íslendingasögum snúast átökin ekki um tilkomumikil pólitísk mál á landsvísu eða örlög og styrjaldir prinsa og yfirstéttarhermanna líkt og í flestum öðrum TMM 1990:2 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.