Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 32
og hægt er. Clover segir að „hvort sem eigi að skýra samsetningu sagna sem afrakstur sjálfstæðrar þróunar frá latínulærdómi eða beina eftirlíkingu af [frönskum] rómönsum í lausu máli, eða sem blöndu af þessu tvennu, þá sé aðalatriðið skýrt: hún er hluti af almennri evrópskri þróun á tólftu og þrettándu öld“ (bls. 188). Framarlega í bók- inni er fullyrt að „helstu niðurstöðurnar fá- ist með neikvæðum ályktunum: ef hin marglofaða bygging Islendingasagna bygg- ir á fyrirmyndum í lærdómsritum og á sér hliðstæðu í frönskum samtímarómönsum þá getur hún ekki verið hluti af munnlegri arfleifð“ (bls. 17). Clover færir rök fyrir sérlega sterkum tengslum franskra rómansa við íslendinga- sögur. Sú hugmynd erekki ný að líkindi séu með sögum og rómönsum. Á þriðja áratug þessarar aldar hélt danski bókmenntafræð- ingurinn Paul V. Rubow því fram að upp- runa Islendingasagna mætti rekja til franskra rómansa á þjóðtungunni. í „Den islandske familieroman“ skrifaði Rubow, staðfastur bókfestumaður, þetta: „Eins og aðrar miðaldabókmenntir barst rómansan norður um Evrópu frá Frakklandi sem er almenn uppspretta allra menntaðra hug- mynda á miðöldum eftir árið 1000.“29 í augum Rubows hafði árið 1226 afgerandi þýðingu fyrir tilurð fornsagna. Það ár þýddi maður að nafni bróðir Róbert söguna af Tristani á norrænu við hirð Hákonar Hákon- arsonar, Noregskonungs.20 Rubow áleit að bróðir Róbert væri „að öllum líkindum upphafsmaður norrænna skemmtibókmennta í lausu máli. Eftir þetta var hið mikla framlag Norðurlandabúa til sögu rómönsunnar að breyta rómantískum hirðkvæðum í raunsæislegar, þjóðlegar lausamálssögur.“31 Á þriðja áratugnum blöstu óyfirstíganleg vandamál við þessari kenningu, engu síður en nú á dögum. í fyrsta lagi er hugmynd Rubows um yfir- burði franskra bókmennta óverjandi. Og það sem er meira um vert þá veltur kenning- in um mikilvægi franskra rómansa á þýð- ingarmiklum tímaþætti: þegar Tristrams saga kom fyrst fram í Noregi 1226 var ritun Islendinga sagna þegar í fullum gangi og hafði verið svo í marga áratugi, jafnvel allt að hálfri öld.32 Ennfremur eru einu eigin- legu líkindi rómansa og íslendingasagna þau að í báðum má stundum finna langar og flóknar lausamálssögur. Rómönsur og Is- lendingasögur eru ólíkar í næstum öllum atriðum. SirGawain í fjórðungsdómum Al- þingis er nánast jafn óhugsandi og Snorri goði í leit að gralnum helga. Á tólftu og þrettándu öld víkkaði sjón- deildarhringur menntunar íslendinga og þeir urðu fyrir áhrifum af króníkum, róm- önsum, heilagra manna sögum og öðrum þáttum latneskrar menningar. Það er eitt að rannsaka þessi mikilvægu áhrif en annað að gera ráð fyrir því að áður en þessir nýju menntastraumar bárust til landsins á tólftu og þrettándu öld hafi íslendingum ekki dottið í hug að segja nákvæmar sögur af flóknum lagadeilum bænda og goða. Það kemur ekki fram mikil virðing fyrir al- mennri mannlegri greind dugandi miðalda- manna þegar menn halda að í meira en tvær aldir áður en ritmenning kom til hafi ís- lendingar ekki getað sagt hver öðrum ná- kvæmar sögur af deilumálum. Einarðir bókfestumenn eins og Rubow og Clover líta fram hjá því að flestar Islendingasögur segja frá málefnum sem voru hluti af ákvarðanatöku í þjóðfélaginu, svo sem öfl- un virðingar og auðæfa, viðhaldi jafnvægis milli metnaðar og sæmdar, bótum fyrir móðganir og áverka, og myndun og við- haldi samtryggingarkerfis manna á meðal. Til að styrkja forsendur sínar tekur Clover fram samjöfnun sem var algeng um alda- mótin og gerir ráð fyrir að munnlegt form jafngildi náttúrulegu eða krónólógísku formi og að bóklegt form hljóti jafnframt að vera tilbúið og margbrotið — þ.e. frásögn 30 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.