Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 49
Var þá leitat eftir við Odd, ef hann vildi við trú taka. Hann kveðst mundu gera þeim á því kost: „Ek mun taka sið yðvarn, en hátta mér þó at sömu sem áðr. Ek mun hvárki blóta Þór né Óðin né önnur skurðgoð, en ek á ekki skap til að vera á þessu landi. Því mun ek flakka land af landi ok vera stundum með heiðnum mönnum, en stundum með kristnum." (Örvar-Odds saga, 269) Oddur áskilur sér rétt til að vera í báðum heimunum, hinum kristna og hinum heiðna. Hann brúar bilið á milli þessara heima og veldur það togstreitu sem spegl- ast í persónu hans. Þegar svo er komið vaknar spurningin um það hvers konar persóna Oddur sé eiginlega. Slík spurning á við um ýmsar dularfullar hetjur fornsagnanna, eins og t.d. Gretti, vegna þess að þeir taka á sig ýmsar myndir og ferðast um ólíka heima. Oddur er engin venjuleg fornaldarsögu- hetja og því síður trúboði eða auðmjúkur þjónn kristninnar. Þessi spurning er sett beint fram þegar hann dulbýst, hittir Jólf og kemur síðan til hirðar Herrauðs kon- ungs sem förumaður. Hann villir á sér heimildir, niðurlægir sig vísvitandi og segist vera eldri en allt: „Hverr eru félagi?" sagði konungr. „Þat veit ek,“ sagði hann, „at ek em hvívetna eldri, ok er hvárki vitit né minnit heima hjá mér, ok hefik lengi legit úti á mörkum nær alla ævi mína. En bráð eru brautingja erendi, kon- ungr, ek vil biðja þik vetrvistar." (301) Áherslan á aldurinn er viðbót yngri gerð- anna, sem kalla hann Næframann en ekki Víðförul, og láta hann klæðast trjáberki. Þegar börkurinn er rifinn af honum er um að ræða táknræna endurfæðingu, að því er Hermann Pálsson telur; hann sér í atriðinu líkingu við eldfornan helgisið. Oddur er förumaður sem gæðir flakkið nýrri merk- ingu, en líka víkingahetja, kristinn ein- setumaður og sá sem missir allt. Þetta er þversagnakennt, Oddur sameinar and- stæður í persónu sinni. Það hve langan tíma sagan spannar eykur þversagnimar, víkkar sögusviðið og hefur auk þess sögu- legt gildi. Sagan sameinar t furðulega langlífum einstaklingi fornan heim vík- inga og kristnar hugmyndir. Þessi heimur er raunar óþolandi fyrir Odd. Hefðbundinn hetjuferill er skylda í sögum af þessu tagi, en í Örvar-Odds sögu er sú skylda hetjunni er þungbær. Dauði félaganna veldur einsemd hans svo hann hugleiðir hlutskipti sitt. Að því leyti er hann sjálfhverf hetja sem hæfir lítt hetjuheimi hefðbundinna fornaldarsagna. Sérhver frásögn er sprottin úr eigin sam- tíma og lífi. Fjórtánda öldin er fjarlæg hefðum hetjuheimsins, en hlýtur þó að móta sögupersónurnar. í safaríkri sögu má því búast við að tímaskekkja komi í ljós og spegli togstreitu milli frásagnar- hefðar og samtíma. Lífshlaup Odds og persóna hefja sög- una hátt yfir hefð skemmtisagna með sið- rænu ívafi. Þar hljóta að kristallast vanda mál ritunartímans. Hér verður ekki farið út í þá sálma, heldur bent á að sagan er að þessu leyti frábrugðin sögunum um Ketil og Grím og greinir sig frá ríkjandi form- gerð fornaldarsagna. Oddur er fjarri því að vera hefðbundin hetja. Merking sög- unnar er miklu víðtækari en slíkar skorður leyfa, og einmitt það gæðir hana lífi. Pers- óna Odds er margbrotnari en aðrar pers- TMM 1990:2 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.