Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 108
óeinlægni og lygi grafa undan merkingu orða
og athafna. Þetta er vandmeðfarið efni og
hætt við að boðskapurinn beri ljóðið ofurliði
eins og mér fannst verða raunin á með
„Morgunblaðið — Góðan daginn". Hitt getur
og gerst að tilvísunin verði of óljós og almenn
til að hún beri lesanda nokkurn boðskap. Það
verður hún til dæmis í ljóðinu „Þjóð“:
Vakin sofin
við skjáinn
rýnir í tómið.
Heyrir nóttina þeysa
finnur tíðina anda.
Ótt og kalt.
Ingibjörg hittir þeim mun betur í mark í þeim
ljóðum sem tengjast hinu meginþema bók-
arinnar — ástinni. Astin birtist hér aðallega í
ljósi missis og söknuðar — og í ljósi tímans.
Fortíð speglast í sársauka nútíðar. Ingibjörg
beitir víða endurtekningum til þess m.a. að
tefla saman fortíð og nútíð. Orðalag í upphafi
ljóðs er endurtekið í lokin, gjaman ögn breytt,
og dregur þannig fram andstæður og hlið-
stæður. Jafnframt er endurtekningin auðvitað
mikilvægt stílbragð sem ljær ljóðunum sér-
staka hrynjandi eins og í titilljóði bókarinnar
þar sem því er beitt af snilld:
Áður var nóttin svo nálæg
hlý og myrkrið svo mjúkt
og máninn sem skein
á nakið hörund og hafið spegill
og þú í nóttinni nálægur
hlýr einsog myrkrið
mjúka en nú
eru aðrir tímar.
Þetta ljóð er líka talsvert dæmigert fyrir mynd
mál skáldsins. Ingibjörg er spör á tákn og
myndimar oftast nær einfaldar og gagnsæjar.
Stemmningar verða til úr fáum orðum, eins
og hér að ofan. Nóttin kemur víða fyrir í
þessum ljóðum og henni tilheyrir oftast þögn,
hlýja og mýkt. Ingibjörg kann líka að bregða
upp óvæntum myndum, setja orðin í nýtt sam-
hengi eins og til að hnippa í okkur. Henni
tekst t.d. með einföldu bragði að sýna hve
heimurinn getur virst framandi og öfugsnúinn
þeim sem býr yfir sorg: Þegar ástin dó hélt
fólk áfram „að hoppa aftur á bak / yfir götur
og torg / einsog ekkert hefði gerst“ segir í
„Óbreytt ástand“. Auðvitað kemur það svo
stundum fyrir eins og gengur, að notast er við
algeng tákn eða myndir án þess að lánist að
gæða þau nýju lífi en það er miklu sjaldnar
(kannski helst í ljóðinu „Lækurinn"). Mér
fundust líka titlar sumra ljóðanna full hvers-
dagslegir og ekki bæta neinu við þau. Spum-
ing hvort ekki hefði mátt sleppa nafngiftum í
þeim tilvikum. (Þessi athugasemd á auðvitað
ekki við um þá titla sem eru lyklar að mynd-
hverfingu o.s.frv.)
Ljóðunum svipar mörgum saman að formi
til, m.a. vegna endurtekninganna og líka
vegna þess hvað þau eru flest knöpp. En þó
Ingibjörg sé alla jafna spör á orðin og sefj-
unarmátt tungumálsins tekst henni oft hvað
listilegast upp þegar hún sleppir fram af sér
beislinu, beitir myndum jafnt sem stuðlum og
leyfir sér að hafa hendingarnar langar og tæl-
andi:
Mig hefur furðað
á hamsleysi haustsins í trjánum
og hafi ég séð þig
í laufgulum leik
meðal loganna nakinn
og einan þar sem ég stóð
bakvið tjöldin og ljós mitt slökkt
má það undarlegt heita
ef gráblaut stéttin fær gleypt
allt það gull fyrir dögun.
(Úr „Við gluggann um nótt“)
„Draumur um Chile í september löngu síðar“
er líka í þessum dúr og þar fer einkar vel
106
TMM 1990:2