Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 12
ags texta, svarar líka til þess að í hóru-
húsinu er hið útjaskaða skáld, Baal, skap-
andi jarðneskra texta. Heimunum tveimur
sem takast á, hinum hreina og óhreina,
siðprúða og grófa, er stillt upp hlið við
hlið með því að gera þá að endurómi
hvors annars; og loks upprætir hinn hreini
hinn óhreina. Hórur og rithöfundur („Eg
sé á þeim engan mun,“ segir Magún) eru
líflátin. Hvort mönnum finnst þetta gleði-
leg eða dapurleg málalok veltur á viðhorfi
þeirra.
Tilgangur „hóruhússkaflans“ var því
ekki að „dára og níða“ eiginkonur Spá-
mannsins, heldur að færa í leikrænan bún-
ing vissar hugmyndir um siðferði; og
kynferðismál líka, því að það sem gerist í
hóruhúsinu — sem kallað er Hijab eftir
heitinu á „látlausum“ klæðnaði til að und-
irstrika enn frekar með háðskum hætti
hvemig heimarnir tveir kallast á — er að
karlmennirnir í „Jahilíu“ fá ævagamlan
draum um vald og eignir uppfylltan,
drauminn um að eignast drottninguna.
Það að karlmenn skuli æsast svo af mellu-
stælingunum á hinum tignu konum segir
eitthvað um þá, ekki hinar tignu konur, og
um það hve mikla þýðingu eignarhald
hefur í samskiptum kynjanna.
Eg hlýt að hafa vitað, segja þeir sem
ásækja mig, að það hleypti í menn illu
blóði að ég notaði gamla djöflanafnið
„Mahound“, evrópskt púkauppnefni á
„Muhammad“ frá miðöldum (í íslensku
útgáfunni er hann nefndur Magún (aths.
þýð.)). Þetta er raunar dæmi þess að merk-
ing snúist gjörsamlega við þegar orð er
rifið út úr samhengi sínu. Hluti af sam-
henginu sem skiptir máli er á blaðsíðu 97
í skáldsögunni. „Til þess að snúa skamm-
aryrðum upp í styrkleikamerki hafa
whiggar, toríar, svartir allir kosið að bera
með stolti þau nöfn sem þeim voru gefin
þeim til hnjóðs: á sömu lund á þessi fjall-
klífandi spámennskuhvatti einfari okkar
að vera bamagrýlan frá miðöldum, sam-
heiti djöfulsins: Magún.“ Eitt af því sem
liggur Söngvum Sata?is til grundvallar er
að endurheimta tungutak andstæðingsins.
(Annars staðar í skáldsögunni er sagt frá
því hvernig skáldið Jumpy Joshi reynir að
endurheimta hina alræmdu líkingu Enoch
Powells“ um „blóðfljótin". Hægt er að líta
á mannkynið sjálft sem blóðfljót, segir
hann; fljótið rennur í líkömum okkar, og
við, sem heild, erum blóðfljót sem flæðir
gegnum aldirnar. Hvers vegna að láta
kynþáttahöturum eftir svo öfluga og ljós-
lifandi líkingu?) Trotskí var nafnið á
manninum sem varpaði Trotskí í fangelsi.
Með því að taka sér það sjálfur, sigraði
hann fangavörð sinn á táknrænan hátt og
leysti sjálfan sig úr haldi. Það var dálítið
í þessum anda sem ég notaði nafnið
„Magún“.
Tilraunin til að endurheimta er meira að
segja ekki bundin við þetta. Þegar Saladin
Chamcha uppgötvar að hann hefur um-
breyst í geitarlegan djöful með horn og
klaufir, á hjákátlegu heilsuhæli sem er
fullt af öðrum vanskapningum, er honum
tjáð að þeir séu allir, líkt og hann, fram-
andi aðkomumenn sem „menning gest-
gjafanna“ hafi gert að djöflum með við-
móti sínu. „Þeir hafa lýsingar á sínu valdi
og við látum undan fyrir myndunum sem
þeir búa til.“ Þótt aðrir kalli hópa að-
komumanna djöfla, gerir það þá í sjálfu
sér ekki djöfullega. Og ef djöflar eru ekki
endilega djöfullegir, eru englar ekki endi-
lega neinir englar . . . Segja má að það sé
út frá þessari forsendu að í skáldsögunni
10
TMM 1990:2