Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 12
ags texta, svarar líka til þess að í hóru- húsinu er hið útjaskaða skáld, Baal, skap- andi jarðneskra texta. Heimunum tveimur sem takast á, hinum hreina og óhreina, siðprúða og grófa, er stillt upp hlið við hlið með því að gera þá að endurómi hvors annars; og loks upprætir hinn hreini hinn óhreina. Hórur og rithöfundur („Eg sé á þeim engan mun,“ segir Magún) eru líflátin. Hvort mönnum finnst þetta gleði- leg eða dapurleg málalok veltur á viðhorfi þeirra. Tilgangur „hóruhússkaflans“ var því ekki að „dára og níða“ eiginkonur Spá- mannsins, heldur að færa í leikrænan bún- ing vissar hugmyndir um siðferði; og kynferðismál líka, því að það sem gerist í hóruhúsinu — sem kallað er Hijab eftir heitinu á „látlausum“ klæðnaði til að und- irstrika enn frekar með háðskum hætti hvemig heimarnir tveir kallast á — er að karlmennirnir í „Jahilíu“ fá ævagamlan draum um vald og eignir uppfylltan, drauminn um að eignast drottninguna. Það að karlmenn skuli æsast svo af mellu- stælingunum á hinum tignu konum segir eitthvað um þá, ekki hinar tignu konur, og um það hve mikla þýðingu eignarhald hefur í samskiptum kynjanna. Eg hlýt að hafa vitað, segja þeir sem ásækja mig, að það hleypti í menn illu blóði að ég notaði gamla djöflanafnið „Mahound“, evrópskt púkauppnefni á „Muhammad“ frá miðöldum (í íslensku útgáfunni er hann nefndur Magún (aths. þýð.)). Þetta er raunar dæmi þess að merk- ing snúist gjörsamlega við þegar orð er rifið út úr samhengi sínu. Hluti af sam- henginu sem skiptir máli er á blaðsíðu 97 í skáldsögunni. „Til þess að snúa skamm- aryrðum upp í styrkleikamerki hafa whiggar, toríar, svartir allir kosið að bera með stolti þau nöfn sem þeim voru gefin þeim til hnjóðs: á sömu lund á þessi fjall- klífandi spámennskuhvatti einfari okkar að vera bamagrýlan frá miðöldum, sam- heiti djöfulsins: Magún.“ Eitt af því sem liggur Söngvum Sata?is til grundvallar er að endurheimta tungutak andstæðingsins. (Annars staðar í skáldsögunni er sagt frá því hvernig skáldið Jumpy Joshi reynir að endurheimta hina alræmdu líkingu Enoch Powells“ um „blóðfljótin". Hægt er að líta á mannkynið sjálft sem blóðfljót, segir hann; fljótið rennur í líkömum okkar, og við, sem heild, erum blóðfljót sem flæðir gegnum aldirnar. Hvers vegna að láta kynþáttahöturum eftir svo öfluga og ljós- lifandi líkingu?) Trotskí var nafnið á manninum sem varpaði Trotskí í fangelsi. Með því að taka sér það sjálfur, sigraði hann fangavörð sinn á táknrænan hátt og leysti sjálfan sig úr haldi. Það var dálítið í þessum anda sem ég notaði nafnið „Magún“. Tilraunin til að endurheimta er meira að segja ekki bundin við þetta. Þegar Saladin Chamcha uppgötvar að hann hefur um- breyst í geitarlegan djöful með horn og klaufir, á hjákátlegu heilsuhæli sem er fullt af öðrum vanskapningum, er honum tjáð að þeir séu allir, líkt og hann, fram- andi aðkomumenn sem „menning gest- gjafanna“ hafi gert að djöflum með við- móti sínu. „Þeir hafa lýsingar á sínu valdi og við látum undan fyrir myndunum sem þeir búa til.“ Þótt aðrir kalli hópa að- komumanna djöfla, gerir það þá í sjálfu sér ekki djöfullega. Og ef djöflar eru ekki endilega djöfullegir, eru englar ekki endi- lega neinir englar . . . Segja má að það sé út frá þessari forsendu að í skáldsögunni 10 TMM 1990:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.