Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 81
farið að bera á gagnrýni frá menntamönn-
um og boðberum nýrra tíma og viðhorfa í
ljóðlist. Og hið opinbera dánardægur er
ekki langt undan og þarna er, eins og áður
sagði, ekki um að ræða hægt andlát, held-
ur morð. Það er ungt og framsækið skáld,
Jónas Hallgrímsson, sem stígur fram á
ritvöllinn og vegur að rímnahefðinni. A
lymskulegan hátt segir hann í bréfi til
kunningja síns um svipað leyti: „Ég er
ekki skáld, eins og þú veist“ — en auð-
vitað var hann skáld eins og öllum ís-
lendingum mun nú vera ljóst, og hér er því
mjög greinilega um hagsmunaárekstur að
ræða milli hans og rímnaskálda. Þetta
miðaldra ungskáld í dulargervi krítíkers-
ins ræðst ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur í þessum ritdómi. Það er sjálfur
konungur rímnanna, Sigurður Breiðfjörð,
sem er tekinn fyrir, og spjótum beint að
Rímum hans af Tristani og Indíönu, sem
Jónas ber þó aðra fyrir að séu með því
betra sem á boðstólum sé af þessu tagi, en
þá skoðun notar hann svo sem tilefni til
að ráðast á íslenskan rímnakveðskap í
heild, enda hefst dómurinn svona:
Eins og rímur (á íslandi) eru kveðnar,
og hafa verið kveðnar allt að þessu, þá
eru þær flestallar þjóðinni til minnk-
unar — það er ekki til neins að leyna
því — og þar á ofan koma þær tölu-
verðu illu til leiðar: eyða og spilla til-
finningunni á því, sem fagurt er og
skáldlegt og sómir sér vel í góðum
kveðskap, og taka sér til þjónustu „gáf-
ur“ og krafta margra manna, er hefðu
getað gert eitthvað þarfara — ort eitt-
hvað skárra, eða þá að minnsta kosti
prjónað meinlausan duggarasokk,
meðan þeir voru að „gullinkamba" og
„fimbulfamba" til ævarandi spotts og
aðhláturs um alla veröldina.
Ekki er að orðlengja það, að nú er löngu
orðin viðtekin hefð að líta svo á að þessi
ritdómur hafi endanlega gengið að rím-
unum dauðum einn og óstuddur og ágætri
aukagoðsögn hefur jafnvel verið hnýtt við
og því haldið fram að Sigurður Breiðfjörð
sjálfur hafi tekið svo mikið mark á orðum
Jónasar á bak við tjöldin, að hann hafi
bætt ráð sitt stórlega og ort síðan Núma-
rímur, sem margir telja hápunkt rímna-
listarinnar, en um leið svanasöng hennar.
Því miður stenst hvorugt. Númarímur eru
að vísu ortar síðar en Tristansrímur, en
samt eru þær ortar áður en dómur Jónasar
hafði birst. Þessi goðsögn á vafalaust ræt-
ur sínar í þeirri óskhyggju bókmennta-
fræðinga fyrr og síðar að gagnrýni geti
haft bætandi áhrif á skáld, verði til að þeir
sjái villu síns vegar og ákveði að gera
betur næst. Og meintur dauði rímnanna
eftir Fjölnisdóminn er líka goðsögn í
heild sinni. Um þetta skrifar Þorsteinn
Erlingsson í Sunnanfara árið 1892:
(.. .) Hér sést ljóminn af frægðarverki
Jónasar Hallgrímssonar í allri dýrð
sinni. Þetta vannst honum, en lengra
náði hann ekki. „Höggið tók ekki
meira“ myndi síra Hallgrímur hafa
sagt. Banað rímunum gat Jónas ekki,
þeim fjölgaði jafnt sem áður, og sjald-
an munu fleiri rímur vera ortar og
prentaðar en frá 1830-1860, og bætt
þær hefur hann ekki með gauragangi
sínum því Númarímur voru kveðnar
áður en skammirnar komu. Síst af öllu
hefur honum lánast að taka alþýðu
hylli frá rímunum, því bæði á Suður-
og Norðurlandi, þar sem vér til vitum,
hafa þær verið í góðu gengi til skamms
tíma. (. . .) Hér hefir því alþýða farið
sína leið þegjandi, eins og alþýða er
vön að gera. Hún er oft seinfær til
TMM 1990:2
79