Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 52
þeim sjálfum, lætur þá hitta sjálfa sig fyrir eins og í dæminu hér að framan. Hann sér fyrir þá ætlun Ingjalds konungs að drepa bræður sína í bardaga og grípur fram fyrir hendurnar á honum með því að gera það fyrir hann. Fyrir þann greiða uppsker hann fjandskap konungs. Hann hefur ögr- að konungi með hallardyraatriðinu, en síðar móðgar hann konung svo gróflega að fjandskapurinn gengur brjálsemi næst. Það gerist eftir bardagann; þá kemur fyrr- nefndur Ketill á bóndabæ með eina af örvum Ans í hendi. Hann lætur drýginda- lega, þykist vera An og hyggst nauðga bóndadóttur. Það er svo sett spaugilega á svið þegar An kemur þangað sjálfur. Þá þykir heimamönnum nóg um ánóttan ána- gang, en bjóða honum þó að vera. Ketill verður að gjalti, en An býðst til að lækna hann af kvenseminni: Hann tók nú lyrg honum ok lét hann skurka út ok kvað vísu: „Þat munt finna, er þú flór mokar, at þú eigi ert Án bogsveigir; þú ert brauðsveigir heldr en bogsveigir, ostasveigir en álmsveigir.“ Hann batt hann ok rak af honum hárit ok bar í tjöru ok mælti, at svá skyldi hverr fljúga sem fjaðraðr væri. Hann stakk úr honum annat augat, síðan geldi hann hann. Eftir það leysti hann hann ok fekk honum tvá stafi, — „en ek mun taka við skeyti mínu.“ Án mælti: „Þat kalla menn konungs gersemi, ef nokkut er annars afbragð. En þér er nú brugðit nokkut, ok því sendi ek þik nú svá búinn Ingjaldi kon- ungi, ok geld ek honum þik fyrir annan bróður sinn, hvé nær sem fyrir annan er goldit.“ Ketill leitar til skipanna ok sagði konungi, ok báru honum vitni stafir hans, at hann var stirðr orðinn, en sjón var sögu ríkari um augu hans ok eistu, at á burt var hvárttveggja. „Afhendr ertu mér,“ sagði konungr ok rak hann á burt frá sér. (383) Vísa Áns er ein af nokkrum fáránlegum vísum hans, sem sannarlega hæfa efninu. Móðgunin við konung felst í grófum um- snúningi á þeirri hefð að færa konungum gersemar sem bera af öllu öðru. Því er þveröfugt farið með Ketil ræfilinn, það vantar heldur betur upp á hann. Þetta er táknræn gelding á konunginum, enda verður honum orðfall og reynir hann af vanmætti að hefna hneisunnar það sem eftir er ævinnar. Þannig lýkur sögunni. Sögumaður hef- ur það vald yfir sögu sinni og frásagnar- aðferð, að hann getur með dyggri aðstoð Áns afhjúpað þær hugmyndir sem felast í hefðinni, t.d. hetjuhugsjónina. Táknræn gelding á konungi sýnir hversu afstæð gildi eins og höfðingjahollusta í raun eru. Sagan stefnir þar í móti mannlegum breyskleika, eins og kemur fram í sögu- lok, þegar Án hæðist að fylkiskonung- dómi, með það í huga að farið var að hilla undir Harald hárfagra. Þá segir Án: „Ok er betra at gæta sinnar sæmdar en at setj- ast í hæra stað ok þaðan minnkast“ (402). Kannski er þetta staðfesting á lagskipt- ingu samfélagsins, en sagan hefur þó svo sannarlega tekið sér rétt til að draga hina hæstu niður í svaðið. Formgerð sögunnar eða atburðarás eru í samræmi við sagnahefðina. Hetja er kynnt og vex upp í föðurgarði, hleypir 50 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.