Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 58
þeirri ljóðlínu sem er mismunandi. Við gæt-
um hugsað okkur, að „þar er Ýmir byggði"
hafi orðið til þegar kveðið var fyrir jötna,
og „það er ekki var“ hafi komið fram á varir
kvæðamannsins, þegar nihilistar hlýddu á.
Þar sem goðafræðin var margbreytileg voru
ýmsir fleiri valkostir til, og ef vel er að gáð
skjóta þeir upp kollinum í þessari sigur-
göngu kenninganna:
Ár var alda
þar er Auðhumla bjó.
Hefði þetta nú ekki hljómað afskaplega vel,
þegar kveðið var í baulusal?
En hvert leiða nú slíkar bollaleggingar?
Þær leiða kannske fræðimenn á ráðstefnur,
en þær leiða því miður fræðin ekki mikið
áfram. Hér verður að minna á eina megin-
reglu, sem hollt er að hafa til viðmiðunar á
þessum síðustu og verstu moldrykstímum:
maður má aldrei láta blindast svo mjög af
neinni kenningu að hann sjái ekki það sem
liggur í augum uppi. Og þessari reglu ættu
menn ekki að gleyma þegar þeir lesa þriðju
vísu Völuspár. í henni koma að vísu fyrir
formúlur, en þó er varla hægt að benda á
nema tvær: „ár var alda“ og orðasambandið
„jörð og upphiminn“. Þar sem formúlan „ár
var alda“ (eða „ár var“) í öðrum eddukvæð-
um gæti verið stæling á á Völuspá, er orða-
sambandið „jörð og upphiminn“, sem kem-
ur fyrir í norrænum kvæðum, sænskum
rúnasteini og í öðrum germönskum málum,
eina ótvíræða formúlan sem tryggt er að
höfundur Völuspár gat stuðst við. Það er
ekki mikið, en þótt þær væru fleiri er eitt
fullvíst, eins og þegar hefur verið bent á: í
því sem hægt er að kalla improvisasjón
detta menn aldrei niður á sömu orðin eða
sömu setningaröðina, og því er hér ekki um
neinar improvisasjónir að ræða, heldur er
það sem Konungsbók og Snorra-Edda hafa
að geyma sama vísan, þótt á einum stað sé
mikilvægur textamunur. Þessa vísu hafa
menn kunnað utanað, enda sýnir vitnis-
burður Hauksbókar að skrásetjari gat haft
hana orðrétt eins og í Konungsbók, þótt
hann hefði að sumu leyti aðra útgáfu af
kvæðinu í heild. Það getur því engin kenn-
ing tekið út af dagskrá þá spurningu hver sé
upphaflegur texti þessarar vísu, og aðrar
spumingar sem af henni leiða.
Nú er vitanlega ekki loku fyrir það skotið,
að í „upphaflegum texta“ kvæðis hafi verið
einhver textaafbrigði, enda kemur slíkt fyr-
ir í skáldskap „ritmenningarþjóða“, eins og
sjá má af dæmi þeirra höfunda sem birta eða
flytja verk sín í mismunandi gerðum. Það
má því segja að þrennt komi til greina: 1)
að textaafbrigðið hafi fylgt þriðju vísu
Völuspár frá byrjun, 2) að texti Konungs-
bókar eddukvæðanna af annarri ljóðlínunni
sé réttari, 3) að texti Snorra-Eddu sé réttari.
Til að varpa ljósi á þetta, er að mínum
dómi aðeins ein leið til, og hún er sú að
skilgreina hugsunina og þráðinn í vísunni
og athuga um leið hvernig gerðimar tvær af
annarri ljóðlínunni falla við hvort tveggja.
Við getum byrjað á texta Snorra-Eddu,
enda virðist sú uppskrift eldri. I vísunni eins
og hún er þar er hugsunin ákaflega skýr.
Byrjað er á því að setja fram ákveðna heim-
spekihugmynd í tveimur fyrstu ljóðlínun-
um: í upphafi var ekkert.
Ár var alda
það er ekki var.
í síðustu sex ljóðlínunum er þessi hugmynd
svo skýrð nánar með svipaðri aðferð og hin
svokallaða „neikvæða guðfræði“ beitir,
þegar reyna á að útskýra eitthvað sem hún
telur yfirskilvitlegt: neindinni (tilveruleys-
inu) er lýst með því að telja upp það sem
ekki var til. Þegar vísan er lesin í þessari
gerð, er það mjög sláandi hvemig neitanim-
ar vísa aftur til orðsins „ekki“ sem sterk
áhersla hvílir á, og mynda þannig skýran
þráð þaðan gegnum ljóðlínurnar sex. í þess-
56
TMM 1990:2