Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 100
og sameign alls mannkyns. Samt hefur hún ekki verið þjóðnýtt af neinum yfir- völdum eða slíkar tilraunir mistekist með hrikalegum afleiðingum. Yfirvöld geta látið virkja fossa og fljót en sögur og ljóð sækja þau ekki eftir pöntun til þjóðanna. Grískar fomaldarbókmenntir eða mið- aldabókmenntir einsog Islendingasög- umar eru á engan hátt séreign þjóðanna sem sköpuðu þær. Shakespeare kemur Dönum jafn mikið við og Englendingum og þar fram eftir götum. í stuttu máli sagt: hjörtun slá eins í Grímsnesinu og Súdan. Eyrun sem heyra og augun sem sjá eru alls staðar þau sömu. En þrátt fyrir þennan alþjóðleik hafa öll menningarsvæði sín sérkenni, sínar hefð- ir, kenjar, dynti og tiktúrur. Hið stað- bundna er efniviðurinn; sérkennin sem gefa hverju menningarsvæði sína sér- stöku töfra. En í frásagnarlistinni verða þessi sérkenni aðeins tjáð með aðferðum sem orðið hafa til í aldanna rás og eru því sameign alls mannkyns. Búningur orð- anna er því enginn þjóðbúningur. Með orðum kallast heimsálfumar á einsog hús- mæður milli svala. Norræn frásagnarlist hvílir á gömlum merg. í grein um Heimskringlu Snorra Sturlusonar skrifar Halldór Laxness: „Sjóræningjar, búhöldar og afdalakóngar norðan af hjara veraldar rísa tignarstórir úr ósannfróðlegri fomaldamótt sinni og spyrna enni við himinhvelinu.“ Mætti ekki með aðeins örlitlum tilfæringum færa þessa lýsingu upp á ýmislegt í nor- rænum nútímaskáldskap, til dæmis fær- eyska töframanninn William Heinesen sem lýsir litlum bæ líktog sjálf norður- ljósin logi í götuluktunum? Já, í bókmenntunum er oft ekki nema spölkorn á milli alda; fortíðin ekki lengra í burtu en næsta kjörbúð. Islendingasög- umar, goðafræðin, Hávamál, Völuspá, Fomaldarsögur Norðurlanda, ævintýri H.C. Andersens, Kalevala, þjóðsögur, munnmæli, þjóðtrú og fleira: allt myndar þetta grunn norrænnar frásagnarhefðar og skapar henni sinn sérstaka andblæ. Hér liggja rætur raunsæis og hugarflugs, ævintýra og ljóða. Við lifum á menningarlegum grósku- tímum, í heimi sem er að breytast. Orsakir þessarar grósku eru margvíslegar: auknar andlegar samgöngur, sjálfstæðisbarátta þjóða, ótti við gereyðingu og fleira. Án andans stæðum við enn í sporum villi- mannanna með lurkana eða dýranna sem eiga sér enga sagnahefð. I frásagnarlistinni geymir mannkynið jafnt þær stundir þegar hugurinn rís í sínar hæstu hæðir sem og þá tíma þegar örvænt- ingin er mest; og í þessari minningu býr einmitt möguleiki mannsins til að læra að meta gildi sitt og þar með að umgangast hvem annan og jörðina svo sómi sé að. Krafan um eyðingu herja er ekki svo fjar- skyld þeirri fomu speki að maður sé manns gaman. Það hlutverk frásagnarlistarinnar að varðveita andann og miðla „skaplyndi mannanna" er hollt að hafa í huga nú á tímum tæknihyggju og fjölmiðla, þegar andinn klæðist skikkju staðreyndanna og sjálf sönggyðjan birtist sem hlutlaus fréttaskýrandi. Hún færir okkur ekki frétt- ir af þeim „víðförla manni sem hraktist mjög víða“ heldur er sýn hennar njörvuð við samskipti valdhafanna. I hinum fréttasjúka heimi nútímans em frásagnirnar ekki fólgnar í könnun á „skaplyndi mannanna“ heldur í upplýs- 98 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.