Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 97
Sigfús Bjartmarsson
Drög að kvæði mínu
um hrafninn
Hrafnar verða gamlir. — Þó er ég viss um að þetta var ekki nítjándualdarhrafn,
með gorsopa sinn og sauðaraugu og sull kannski í maganum. Og alveg
ábyggilega ekki hrafninn hans Hrafns. Og varla þeirra Edgars og Einars
heldur.
Ég var rétt kominn heim undir og vel orðið bjart, þegar ég sá hann koma á
svifinu, lymskulega og þegjandi. En óvarlega lágt yfir hlöðuþakið.
Og þó að ég segi sjálfur frá, þá náði ég bara vel undir hann úr þrengra
hlaupinu. — Eitt andartak var eins og héldi honum haft og mér fannst að hann
væri að detta, en nei, ekki vildi hann það, svo ég burstaði fram yfir hann, úr
víðara hlaupinu líka.
Aftur hélt ég að hann ætlaði að detta, það var rétt svo að hann lafði,
krunklaus og sigið stélið og blakaði sér þetta yfir felmturbauli kúnna. Og barði
fáeinum fjöðrum yfir döggvuð bökin. — Illa bilaður bersýnilega.
Og ég hlóð náttúrulega. Og sveiflunni að honum í miðið, en þá hafði hann
náð sér upp helvítið. Og var kominn úr færi.
— Er hann dáinn? spurði frændi minn lágri röddu og leit ekki upp. — Nei
ekki enn, svaraði ég. Ja, það er meiri andskotans harkan.
Meðan samtalið fór fram, fylgdi ég honum eftir missandi vængjatökin og
flökti þá, eða sveif skáhallt fram og niður, en svo var eins og hann hefði hengt
sig þama í blámann. En vantaði uppá grænulitina, að væri um hann tvístraður
regnbogi, frekar fannst mér við umhugsun, að hann væri líkur hálfkrömdu
eggi augnuðu, í bland við sólblettina.
Og svo tinaði hann goggi, sljólega hálfhringinn. Augun vélrænt að öllu sem
TMM 1990:2 95
L