Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 97
Sigfús Bjartmarsson Drög að kvæði mínu um hrafninn Hrafnar verða gamlir. — Þó er ég viss um að þetta var ekki nítjándualdarhrafn, með gorsopa sinn og sauðaraugu og sull kannski í maganum. Og alveg ábyggilega ekki hrafninn hans Hrafns. Og varla þeirra Edgars og Einars heldur. Ég var rétt kominn heim undir og vel orðið bjart, þegar ég sá hann koma á svifinu, lymskulega og þegjandi. En óvarlega lágt yfir hlöðuþakið. Og þó að ég segi sjálfur frá, þá náði ég bara vel undir hann úr þrengra hlaupinu. — Eitt andartak var eins og héldi honum haft og mér fannst að hann væri að detta, en nei, ekki vildi hann það, svo ég burstaði fram yfir hann, úr víðara hlaupinu líka. Aftur hélt ég að hann ætlaði að detta, það var rétt svo að hann lafði, krunklaus og sigið stélið og blakaði sér þetta yfir felmturbauli kúnna. Og barði fáeinum fjöðrum yfir döggvuð bökin. — Illa bilaður bersýnilega. Og ég hlóð náttúrulega. Og sveiflunni að honum í miðið, en þá hafði hann náð sér upp helvítið. Og var kominn úr færi. — Er hann dáinn? spurði frændi minn lágri röddu og leit ekki upp. — Nei ekki enn, svaraði ég. Ja, það er meiri andskotans harkan. Meðan samtalið fór fram, fylgdi ég honum eftir missandi vængjatökin og flökti þá, eða sveif skáhallt fram og niður, en svo var eins og hann hefði hengt sig þama í blámann. En vantaði uppá grænulitina, að væri um hann tvístraður regnbogi, frekar fannst mér við umhugsun, að hann væri líkur hálfkrömdu eggi augnuðu, í bland við sólblettina. Og svo tinaði hann goggi, sljólega hálfhringinn. Augun vélrænt að öllu sem TMM 1990:2 95 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.