Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 83
öllu lengur. Lauk því máli þannig, að sam- ið var um að Einar tæki að sér að gefa út úrval úr verkum Breiðfjörðs og hlaut nokkra fyrirframgreiðslu. Það hefur verið tekið sem dæmi um ómótstæðilegan sann- færingarkraft Einars Benediktssonar að honum sem óþekktum stúdent skyldi tak- ast að fá stærsta bókaforlag Danmerkur til að gefa út Sigurð Breiðfjörð og fá verkið meira að segja borgað nokkrum árum fyrirfram. Víst er að margur nútímahöf- undurinn þægi með þökkum slíkan um- boðsmann á erlendum vettvangi. Síðar átti svo reyndar fyrir Einari Bene- diktssyni að liggja að verða sjálfur rímna- skáld. í Hrönnum 1913 birtir hann hina frægu Ólafs rímu Grænlendings, orta undir sléttubandahætti. I formála bókar- innar ræðir hann meðal annars rímna- hefðina og virðist að mörgu leyti hafa skipt um skoðun á ritdómi Jónasar: Ástæðan til þess að ég læt rímu þessa koma hér fram, er sú, að ég vildi setja það sem skýrast fram, að ég fyrir mitt leyti tel rímnakveðskap fullkomlega samboðinn skáldmennt vorri. Eg hefi lengi furðað mig á því, hve ranglega þessi ljóðlist þjóðarinnar íslensku hef- ur verið óvirt. Fjölnisdómurinn al- kunni virðist hafa valdið óskiljanlega miklu um þetta, og væri ekki nema réttlátt að þeir, sem nú ættu betur að vita og meta gildi rímnanna fyrir þjóð- líf vort og tungu að undanförnu, létu þær njóta meira sannmælis og styddu að því, að feimni fólksins við þess eig- in kveðskap legðist niður. Þessi orð Einars og reyndar fleiri tilfærir enski rímnavinurinn Sir William Craigie í formála að þriðja bindi rímnasýnisbókar sinnar sem út kom árið 1952. Craigie vík- ur síðan að nokkrum rímnaskáldum sem rímur hafa birt eftir að Einar gaf út Ólafs- rímu, Örn Arnarson, Sveinbjörn Bein- teinsson og fleiri, og segir um þær: „Eftir er að sjá hvort þessi endurvakning er lokasöngur gamla tímans eða boðberi nýrrar aldar.“ *** Getum við svarað því núna hvort gerðist heldur? Ég tel að hvorugt hafi gerst. Auð- vitað hefurekki risið nein ný rímnaöld og rímurnar eru því dauðar í vissum skiln- ingi, einfaldlega vegna þess að alþýðan sem þarf að bera þessa list uppi hefur fengið svo margt annað í staðinn sem ég ætla ekki að lýsa hér nánar. Þjóðfélags- þróunin og tæknin ýttu rímnahefðinni til hliðar, en ekki einhver ritdómur í gömlu tímariti. En um lokasönginn vitum við svo sem ekkert fyrr en á hinsta degi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að rímnahefðin eigi með einhverjum hætti eftir að hafa áhrif um ókomna framtíð bæði á kveðskap og tón- list. Sú tónlistarbót sem fram fór hér á landi á síðustu öld og gjarna er kennd við Pétur Guðjohnsen átti vafalaust talsverð- an þátt í að koma rímnasöngnum fyrir kattamef. Þegar réttur söngur fór æ oftar að heyrast er líða tók á seinni hluta nítj- ándu aldar hefur rímnasöngurinn smám saman farið að þykja hallærislegur. Svo hratt fór hann síðan að falla í gleymsku á þessari öld, að ýmsir púristar vilja meina að fáir eða enginn kunni nú alveg rétt með hann að fara lengur. Ekki er ég nógu fróð- ur til að dæma um það, en þykist þó vita að sá kveðskapur sem tíðast heyrist nú á TMM 1990:2 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.