Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 82
framfara, en lætur heldur ekki svo auð-
veldlega eggjast til óhappa. (. . .) Það
er líka eins og þjóðin hafi spurt sjálfa
sig að því hver hafi kennt Jónasi að
yrkja „lipurt og létt“. Af kvæðum ald-
anna á undan sér hefir hann varla lært
það.
***
Kenndi sem sagt Sigurður Breiðfjörð Jón-
asi að yrkja „lipurt og létt“? Er Þorsteinn
ekki þarna einfaldlega að halda því fram
að ritdómur Jónasar hafi ekkert verið ann-
að en enn eitt dæmið um misheppnað föð-
urmorð í bókmenntunum?
Þegar Þorsteinn Erlingsson heldur fram
hlut rímananna sér hann þær einkum sem
dæmi um kjarnmikla alþýðulist. Og fleiri
höfuðskáld verða síðan til að sýna rímna-
skáldunum áhuga og rækt undir lok nítj-
ándu aldar. Þannig sér Einar Benedikts-
son um útgáfu á úrvalsritum Sigurðar
Breiðfjörðs 1895, og birtir þar formála
með ítarlegu æviágripi Sigurðar. Að vísu
segir hann um skáldið: „Vér finnum að sá
sem röddina á og „arkar“ um leiksviðið er
konungssonur í álögum“ og er þar að vísa
til gullmolanna sem hægt sé að finna inn-
an um allan leirinn. í samræmi við þetta
tekur Einar undir skoðanir Jónasar á
kveðskap Breiðfjörðs með þessum orð-
um:
Tristansrímur urðu ekki af þeirri
ástæðu fyrir hinum alkunna FjÖlnis-
ritdómi, að þær væru auðugri af „hor-
tittum" en aðrar rímur hans (...) Jónas
háði (. . .) þar sannkallaðan Stóradóm
yfir erfðalöstum rímnakveðskaparins
yfir höfuð, þótt Tristansrímur væru
látnar gjalda einar að mestu leyti.
Væru aðeins nokkrar öfgar numdar
burt, þyrfti naumast annað en breyta
nafni, tilvitnunum, o.s.frv., til þess að
dómurinn ætti vel við allar rímur Sig-
urðar. Það er sannast að segja að rit-
gjörð þessi, sem yfir höfuð er
óhrekjanleg frá upphafi til enda, var
orð talað í tíma, og það er efalaust að
hún hefur vakið marga menn, einkum
eftir á til sannfæringar um að nú væri
nóg komið af svo góðu (...)
Einar víkur einnig nokkru síðar að meint-
um bætandi áhrifum dómsins og segir um
það mál:
Sigurður fór sínu fram jafnt eftir sem
áður í rímnakveðskapnum, og (. . .)
þeir hafa án efa rangt að mæla, sem
ætla að unnt sé að sýna fram á nokkra
breyting til hins betra í síðari ljóðagerð
hans, er stafi frá ritdómi þessum. Sig-
urður játaðist ekki undir aðra hús-
bændur en almenningsálitið, sem
Fjölnisdómurinn stóð of langt fyrir of-
an, og vini sína, sem lögðu féð til í
bráðina. Þessum tveim herrum tókst
honum vel að þjóna, þótt Fjölni líkaði
illa.
Þó aðdáun Einars á Sigurði Breiðfjörð sé
ef til vill nokkuð blandin og ekki með öllu
áreynslulaus segir þó sjálft útgáfuverkið
sína sögu. Eins og Þorsteinn lítur Einar
fyrst og fremst á rímumar sem alþýðulist.
Og útgáfan er víst þannig til komin að
Einar mun einhverntíma allmörgum árum
áður, er hann var helst til félítill í Kaup-
mannahöfn, hafa gengið fyrir forráða-
menn hjá bókaforlagi Gyldendals og tjáð
þeim að Robert Bums Islendinga væri enn
óútgefinn og sætti þjóðin sig ekki við það
80
TMM 1990:2