Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 36
lógískar sögur. Ef við göngumst inn á þessa staðhæfingu verðum við að gera ráð fyrir því að á miðöldum hafi verið hér skipulegt samfélag þar sem fólk átti í flóknum og oft löngum deilumálum, réttaði reglulega í málum sínum, lýsti þeim atriðum sem tekist var á um og kom á sáttum en gat varla sagt hvert öðru frá þessum atburðum. Munnlegur eöa bóklegur uppruni? Þjóöfélagsleg lausn Frásagnarform íslendingasagna er ekki upprunnið í aðfengnum, ósveigjanlegum mynstrum, sögulegum textum sem menn lögðu á minnið eða listum með sagnaminn- um. Sögurnar byggja á þeirri sveigjanlegu tækni að smíða frásögn í kringum hina stuttu, endurteknu þætti daglegs lífs og deilna sérstaklega. Sögumaðurinn (hvort sem það var karl eða kona) mótaði sögu sína eftir málsmeðferð deilna; fyrirmyndin var sótt í mynstur félagslegrar hegðunar. Hver atburðurinn rekur annan í menningarlegu umhverfi þar sem lausn deilu byggir ekki á tilviljunarbundnum aðgerðum heldur hefð- bundnu ferli sem mótaðist af því hvernig þjóðfélagið starfaði. Til þess að segja sann- færandi sögu þurfti sögumaðurinn að vita hvernig tekið var á málum í þjóðfélaginu, þekkja nokkuð til ættfræði og hafa hug- mynd um þráðinn í hálfsögulegri sögu. Enda þótt áheyrendur á miðöldum hafi lík- ast til vitað hvernig tilteknar deilur yrðu leiddar til lykta var hægt að setja kjarna sögunnar fram á ólíkan hátt hverju sinni. Frá þjóðfélags-bókmenntalegu sjónar- miði hefur upphaf ritunar um miðja elleftu öld ekki úrslitaþýðingu fyrir uppruna ís- lendingasagna né heldur þau áhrif sem bók- menntir frá meginlandinu höfðu á tólftu og þrettándu öld. Þessir þættir höfðu mikið að segja varðandi fjölbreytni hinna slípuðu bóksagna en þeir eru ekki hið skapandi afl sem liggur að baki þeirra. Sjálft söguefnið var sá skapandi þáttur sem hafði úrslita- þýðingu: það er efnið sem lagði til bygging- una — íslenskar deilur og lausn þeirra. Ef þær kynslóðir sem uxu úr grasi eftir land- nám voru færar um að þróa víðtæk lög og flókið gerðardómskerfi og aðrar traustar leiðir til að leysa deilumál þá þurftu menn líka að geta sagt hver öðrum frá þeim flækj- um sem deilumálin lentu í, lagaklækjum, samningaumræðum og öðrum atburðum sem skiptu máli. Þessi þörf var fyrir hendi áður en ritöld gekk í garð, þ.e. þær tvær aldir sem hér var skipulagt þjóðfélag frá því um 930 til 1130. Á þessu langa mótunar- skeiði munnlegrar menningar voru íslensk- ir dómstólar, lög, þing og ríkjandi mynstur félagslegrar hegðunar sett af stað og fáguð. Með sögunum gat fólk á miðöldum fylgst með hvernig hægt var að beisla ofbeldi og vemda einstaklinginn innan eyjasamfélags- ins sem hér var. Flestar frásagnir Islend- ingasagna snerta efni sem koma við ákvarðanatöku, þar á meðal vangaveltur um siðferðileg og siðfræðileg efni. Áheyrendur höfðu ekki aðeins áhrif á efni sagnanna. Sjálfir sögumennirnir komu úr þeirra röð- um. Þetta tvennt, sögumaður og áheyrend- ur, tilheyrði sömu hefðinni. Með því að kljúfa þetta félagslega umhverfi og líta á sögumanninn eins og hann hafi verið skap- andi höfundur sem skrifaði fyrir fámennan hóp bókmenntamanna spillist sá skilningur sem við getum haft á samtengdum miðalda- sögum sem hjálpuðu fólki úr öllum lögum eyjasamfélagsins að búa sér til sjálfsmynd. Sögurnar snúast um endurtekin átök og lausnir deilumála og með því að rýna í þessa þætti fáum við tæki til að endurmeta tengsl miðaldasamfélagsins við bókmenntir sínar. Islendingasögur eru langt frá því að vera sögur um staðreyndir og enginn talar nú orðið um gamla bókfestuviðhorfið að munnleg saga hljóti að greina rétt frá stað- reyndum. Þjóðfélagsdeilur endurspeglast ekki beint í deilum í sögunum heldur hafa 34 TMM 1990:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.