Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 57
Það skiptir sem sé ekki máli, þótt kenn- ingar Gísla um eddukvæðin standist ekki gagnrýni, því með þessu vopni sínu getur hann vísað umyrðalaust á bug kenningum fyrri fræðimanna, þeim vandamálum sem þeir veltu fyrir sér og jafnvel heilli fræði- grein (handritafræðinni), og á sama hátt er hann búinn að afgreiða fyrirfram hvaða mótrök sem fram kunna að koma. Þannig fá lesendur „ádrepunnar" að vita að „munn- lega kenningin“ er rétt, af því að Gísli segir að hún sé „ríkjandi", og ef einhver vefengir hana stafar það af „fáfræði" og „fordóm- um“. Þau vandamál sem fyrri fræðimenn veltu fyrir sér og passa ekki við kokka- bækur Gísla „eru ekki á dagskrá", kenning- ar þeirra um Völuspá eru að engu hafandi af því að Gísli er búinn að úrskurða að þeir hafi stuðst við blandaðan texta, og ef haldið er áfram að ræða þetta er það „nátttrölla- umræða“. Ef einhver lætur sér ekki segjast og kemur samt með aðfinnslur við kenning- ar Gísla, er einfalt að afgreiða slíkt: „þær eru ekki lengur til umræðu." Astæðan fyrir því að ég eyði rúmi í að draga þetta saman er sú, að mér virðist Gísli ekki einn um þessa afstöðu: svipuð við- brögð hef ég rekist á víðar, þótt það kunni að vera sjaldgæfara að þau gægist jafn skýrt fram á prenti. Hér er kannske leyfilegt að koma með skilgreiningu Karls Poppers: ef kenning er þannig úr garði gerð, að hún hefur fyrirfram svör við öllum andmælum, svo ekki er hægt að vefengja hana, flokkast hún ekki lengur undir vísindi. Með slíkri röksemdafærslu er sem sagt komið út fyrir alla fræðilega umræðu. Hvað sem þessari skilgreiiiingu líður má að minnsta kosti fullyrða að málin eru ekki svona einföld, þegar maður heldur fram nýrri kenningu er ekki hægt að skjóta sér undan því með ein- hverri patentlausn að ræða aðrar kenningar og önnur viðhorf. En ég ætla að láta öðrum eftir að íhuga þetta frekar, og gæti því staðið hér amen eftir efninu. En þar sem þessi umræða hefur mjög snúist um kenningar sem slíkar langar mig samt til að auka þessi skrif lítið eitt með skýru og ákveðnu dæmi sem ætti að geta varpað ljósi á ýmsar hliðar málsins. 5. Ýmir og neind í Konungsbók er þriðja vísa Völuspár á þessa leið, og fylgja langflestir útgefendur þeim texta: Ár var alda, þar er Ýmir byggði, vara sandur né sær né svalar unnir, jörð fannst æva né upphiminn, gap var ginnunga en gras hvergi. Svo vill til að í hinu handriti Völuspár, Hauksbók, er vísan eins, en í Snorra-Eddu, þar sem hún kemur einnig fyrir, er hún í dálítið annarri mynd. Fyrir utan smávægi- legar breytingar á neitunarorðum sem skipta í rauninni litlu máli („eigi“ fyrir „æva“ og „ekki“ fyrir „hvergi“, þó ekki í öllum handritum) er önnur ljóðlínan allt öðru vísi. Upphafið var þar á þessa leið: Ár var alda það er ekki var. Ef við tækjum nú kenningar Gísla alvar- lega, yrðum við að álykta, að þarna hafi tveir kvæðamenn, sem voru að impróvisera frammi fyrir áheyrendum með því að styðj- ast við einhvern efnisþráð og raða á hann föstum formúlum, spunnið upp mjög keim- líkar vísur: sjö ljóðlínur af átta eru næstum eins. Með aðferðum Gísla, sem vill skýra einkenni eddukvæðanna hvers um sig út frá þeim áheyrendum sem það var impróviser- að fyrir, gætum við síðan gert grein fyrir TMM 1990:2 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.