Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 107
Ritdómar
Góðar stundir
Ingibjörg Haraldsdóttir: Nú eru aðrirtímar. Mál og
menning 1989.
Hvers vegna er ég hér og nú en ekki þar og
þá? Spurningar um tilvist og tíma eru einhver
flóknustu verkefni sem heimspekingar kom-
ast í. En þeir eru ekki einir um hituna, skáld
leggja þeim oft lið og koma þá gjarnan að
viðfangsefninu úr annarri átt, reyna að lýsa
þeirri upplifun manneskjunnar að hrekjast um
í tíma og rúmi. Hrekjast er rétta orðið því það
er eins og þessum skáldum sé sameiginlegt að
vera ekki í fullkominni sátt við tímann, heldur
farast á mis við hann:
Svo rís um aldir árið hvurt um sig
eilífðar lítið blóm í skini hreinu;
mér er það svo sem ekki neitt í neinu
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
orti Jónas Hallgrímsson og það er stutt í þung-
lyndið. Því hvað er nöturlegra en að vera
tímaskekkja í tilverunni? Varðar mann þá
nokkuð framar um heiminn? Lokalínu þessa
erindis hefur Ingibjörg Haraldsdóttir valið
sem einkunnarorð ljóðabókar sinnar og í
glímunni við mótsagnir tilveru og tíma kemst
hún að svipaðri niðurstöðu og Jónas sem vildi
heldur „kenna til og lifa“ en láta hart mæta
hörðu. Ingibjörg hafnar þeirri lausn að láta
heiminn lönd og leið. „Láttu samt sólina
koma þér við“ segir hún, þótt farir þínar verði
krókóttar („Farir").
Það er við hæfi að ljóðin í bókinni eru
gjarnan sett á svið innan ramma sólarhrings-
ins. Þegar skáldið mælir er kvöld, nótt eða
dagur, svo við erum sífellt minnt á tímann. Og
það fjallar um andstæður draums og hvers-
dagsleika, skáldskapar og veruleika sem hér
minna einatt á mismun dags og nætur. Nóttin
býr í senn yfir ógn og yndi en dagurinn er
hvunndagur, eiginlega reykvísk rúmhelgi. ís-
land er úthverfur veruleikinn meðan fjarlæg
lönd búa í draumunum og minningunni, eins
og t.d. má lesa í ljóðinu „Breiðholt":
Einhver önnur en ég
gæti átt þessa úthverfu daga:
(...)
Meðan ég lægi nakin
og innhverf
og umlukin hafi eða sandi
eða gegnsæjum
fjarlægðarbláma (...)
Auk tímans, má með leiðinlegri einföldun
segja að Ingibjörg fáist aðallega við tvö yrkis-
efni í þessari bók. Annars vegar deilir hún á
yfirborðsmennsku og fals, bæði á „opinber-
um vettvangi“, eins og sagt er, og í sam-
skiptum manna. Innantóm orð í gestaboði,
blekkingar Mogga og uppgerð spjátrunganna
á kaffihúsinu — allt er þetta fyrirlitlegt því
TMM 1990:2
105