Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 44
atburðarás. Að öðrum kosti blekkja sög- urnar, eða þjóna mjög takmörkuðu hlut- verki, t.d. fræðslu eða skemmtun. Fornaldarsögum Norðurlanda hefur verið legið á hálsi fyrir að vera bundnar í lokaðri formgerð og tilbreytingarlausum endurtekningum. Sú tilhneiging hefur því verið ríkjandi að fjalla einkum um sam- eiginleg einkenni fornaldarsagnanna, t.d. hlutverkaskipan, formgerð, tegundir og klisjukennt, yfirnáttúrlegt efni. Hlut- verkaskipan byggist á stöðluðum ein- kennum persóna, einkum hetjunnar, andstæðinga og bandamanna. Ruth Righter-Gould hefur greint formgerð fornaldarsagna, sem er í ætt við ævintýra- mynstur og telur að hún byggist á þessum þáttum: 1) Kynning, 2) æska og uppvöxt- ur hetjunnar, 3) ástæða til brottfarar, 4) röð eða flétta ævintýra, oftast í slagtogi við aðra, 5) sögulok. Þetta frásagnar- mynstur lýsir þessari tegund sagna nokk- uð vel, af því má sjá hefðbundna nið- urskipan efnisþáttanna. Þó er forvitnilegt að skoða frávik frá þessari skipan, hvort einhverjar fornaldarsagna brjótast úr viðj- um hefðarinnar og draga upp lífvænlegan söguheim. Það má telja mælikvarða á bókmenntagildi þeirra, og verður gengið út frá því sjónarmiði í umfjölluninni um einstakar sögur sem hér fer á eftir. I íslenskum fornsögum mótuðust frá- sagnarhefð og einstakar greinar sagna m.a. af þeim heimi sem birtist í sögunum. Heimur íslendingasagna er miklu nær hversdagsreynslu manna en heimur forn- aldarsagna Norðurlanda. Þegar á leið tóku menn að reyna á þann ramma sem hefðin setti sögunum, draga hann í efa eða leika sér með söguefnið. Með þeim hætti brugðust menn við breyttum tíðaranda. Oskráðar reglur forms og hefðar skapa ákveðnar væntingar til atburðarásar. Góð- ur sögumaður getur nýtt sér þessar vænt- ingar. Hið óvænta rýfur þá skipan sem lesendur vænta. Þegar þannig er brugðið á leik með söguefni og hefð er sköpuð ný merking. Fornaldarsögurnar draga upp fjarlæga heima, víðfeðma og margbreytilega, þó þær séu stundum fábreyttar að gerð. Þar búa hetjur og víkingar og ævintýri gerast, enda er venja að skipta þessum sögum í hetjusögur, víkingasögurog ævintýrasög- ur. Allmikill eðlismunur er á þessum þrem tegundum; þæreigasérólíkan upprunaog hafa rætur í ýmsum tímabilum. Þessir heimar víxlast oft og tengjast í einstökum sögum. Eitt helsta einkenni fornaldar- sagnanna er einmitt að þær draga til sín efni og áhrif úr ýmsum áttum.4 í sumum sögum er efnið furðulega fjölbreytt, þó misvel hafi heppnast að steypa því saman í eina heild. Efniviðurinn þrýstir á allar hefðbundnar skorður þegar saman er fellt efni frá mismunandi tímaskeiðum. Hrafnistusögurnar Þær fjórar sögur sem hér eru tekar til umfjöllunar mætti spyrða saman og kenna við eyna Hrafnistu, norðarlega í Noregi. Þær segja allar frá afkomendum Hall- bjarnar hálftrölls úr Hrafnistu. Ketill hængur, Grímur loðinkinni og Örvar- Oddur eru afkomendur í beinan karllegg og eiga hver sína sögu. Fjórða sagan er Áns saga bogsveigis, en móðir Áns er dótturdóttir Ketils. Örvar-Odds saga er veigamest. Hún er talin með elstu fomald- arsögum og er varðveitt í þrem gerðum. 42 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.