Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 10
sársaukafullir fyrir dreymandann. Þeir eru „næturhefnd, refsing“ fyrir það að hann er genginn af trúnni. Þessi maður, sem reynir í örvæntingu að endurheimta trúna, er gagntekinn, kvalinn, af efa- semda- og vantrúarvitrunum og spurning- um og staðhæfingum sem brjóta í bága við trúna og verða æ öfgakenndari eftir því sem á líður. Hann reynir árangurslaust að flýja þær með því að berjast við svefn- inn; en síðan flæða sýnirnar yfir landa- mæri draums og vöku, þær fara að smita daglegt líf hans; þær gera hann með öðr- um orðum sturlaðan. Draumaborgin er ekki kölluð „Jahilía“ til að „dára og níða“ Mekka Sharif, heldur vegna þess að trú- leysið hefur varpað Gibreel aftur í það ástand sem orðið lýsir. Tilgangur þessara kafla er ekki fyrst og fremst að lasta eða „afsanna“ Islam, heldur að lýsa örvænt- ingarfullri sálu, að sýna að tapi maður Guði eigi hann á hættu að týna lífi sínu. Séu „hneykslanlegu“ kaflarnir skoðaðir gegnum þessa linsu, verður margt skýr- ara. „Atvikið í kringum satanísku versin“, sem svo er kallað, hálf-sagnfræðileg frá- sögn af því að í opinberun Múhammeðs virtist um hríð gælt við þann möguleika að hleypa þremur heiðnum gyðjum inn í trúarbrögðin, sem hálfguðum, eða þeim milligönguaðilum sem erkienglar voru, og síðan því hvernig hann svo afneitar þessum versum af því að þau séu inn- blásin af djöflinum — þessu atviki er, fyrst og fremst, ætlað vera meginóvissu- atriðið í þeim draumum sem ofsækja dreymandann með því að gera ljóslifandi þær efasemdir sem hann hefur skömm á en getur ekki lengur vikið sér undan.1 Öfgafyllsti efasemdakaflinn í skáldsög- unni er þar sem sögupersónan „Persinn Salman“ — sem ekki er svo nefndur til að „dára og rægja“ Salman al-Farisi, félaga Múhammeðs, heldur fremur sem háðsk vísun til höfundar skáldsögunnar — viðr- ar hinar mörgu efasemdir sínar. Vissulega er tungutakið hér þróttmikið, háðst, og ekki öllum að skapi, en hafa verður í huga að þegar Gibreel er vakandi er hann gróf- yrtur náungi, og það væri kynlegt ef draumverurnar væru aldrei eins grófar eða kjaftforar og sá sem dreymir þær. Einnig ber að hafa í huga að þetta gerist seint í draumnum, þegar ekki bara gömlu sannindin eru að hrynja heldur er dreym- andinn sjálfur að brotna saman, orðinn verulega truflaður, meðal annars vegna þeirra efasemda sem látnar eru í ljós með svo ofsafengnum hætti. Það var samt ekki bara þetta sem fyrir mér vakti. Þegar gyðjunum þremur er hafnað í draumútgáfu skáldsögunnar af frásögninni af „satanísku versunum“ er það líka til að vekja athygli á öðru, til dæmis hvaða afstöðu trúin hefur til kvenna. „Ber Honum (Guði) að eignast dætur þegar þér eignist syni? Það væru ójöfn skipti.“ Þannig hljóma erindi sem enn er að finna í Kóraninum. Mér þótti það þess virði að benda á að ein af ástæð- unum fyrir því að gyðjunum var hafnað hefði verið sú að þær væru kvenkyns. Höfnunin felur ýmislegt í sér sem er vel þess virði að hugleiða. Eg lít svo á að það sé í verkahring bókmenntanna að draga slíkt fram. Eða þegar Persinn Salman, draumsýn Gibreels, óskapast gegn þeirri áráttu draumtrúarbragðanna að setja „reglur fyrir allan fjandann“, þá er hann ekki bara að kvelja dreymandann, heldur að biðja 8 TMM 1990:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.