Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 59
ari neikvæðu upptalningu er fyrst fjallað um veröldina neðan frá og upp: haf (sjávar- strönd) — jörð — himinn, og því endað á þeim hluta hennar sem menn gætu haldið að væri elstur. Eftir þessar neitanir er sett fram hugmyndin um hið mikla tóm (í samræmi við þessa túlkun væri best að líta ekki á ginnungagap sem eins konar sérnafn heldur taka „ginnunga-“ sem áhersluorð, en um það er kannske ekkert hægt að vita með vissu), og loks er því neitað að „gras“ hafi verið til, en það hugtak er vitanlega pars pro toto fyrir „gróður“ og „líf‘: í upphafi var líflaust tóm. Þrátt fyrir knappt orðalag er vísan eins skýr og frekast má vera: hug- myndin er sett nákvæmlega og skipulega fram, allt hangir saman og engu er ofaukið. Hvernig kemur nú Ymir inn í aðra ljóð- línu þessarar vísu, í þeirri gerð sem Kon- ungsbók hefur að geyma? Það er skemmst að segja, að hann dettur þar inn alveg eins og út úr kú, og það víst í litlu samræmi við goðafræðina eða annað. Við komu hans riðlast þráðurinn í vísunni gersamlega: hug- myndin um „ekkert“, sem hún snýst öll um, hverfur burtu, og jafnframt verða tengslin milli tveggja fyrstu ljóðlínanna og hinna sex í meira lagi óljós. Þótt Ymir hafi vænt- anlega verið til í einhverju tómarúmi, er engin rökrétt ástæða til að láta frásögnina af tilveru hans leiða yfir í almenna og skipu- lega skilgreiningu á neind. A hinn bóginn er upptalning í anda „neikvæðu guðfræð- innar“ merkingarlítil nema verið sé að skil- greina hugtak, og slík tilraun til að nálgast hugmyndina um neind verður auk þess höf- uðlaus, þegar á undan er komin setning um eitthvað sem var. Setningin um Ými flýtur því í lausu lofti, og það gerir skýringin sem á eftir fer einnig í þessari gerð vísunnar. Þær spurningar sem kvikna í kringum þetta textaafbrigði eru eitt af þeim vanda- málum sem eru „ekki á dagskrá“ hjá Gísla, eins og hann tekur rækilega fram í „ádrepu“ sinni (bls. 397). En þegar gluggað er í út- gáfu hans sjálfs kemur þó eitt nokkuð at- hyglisvert í ljós: Gísli setur kommu á eftir alda, eins og útgefendur munu yfirleitt gera, en hann bregður hins vegar út af hefð- inni með því að setja ekki kommu á eftir byggði. Verður ekki betur séð en hann vilji með þessu einangra „ár var alda“ og láta menn síðan lesa saman: „þar er Ýmir byggði vara sandur né sær né svalar unnir“. Þetta er heldur óvenjuleg samantekt setn- inga, en beinast liggur við að álykta, að þótt Gísli nefni ekki textaafbrigðið ætli hann samt á þennan hátt að leysa ýmis setninga- fræðileg og textafræðileg vandamál sem fylgja ljóðlínunni „þar er Ýmir byggði“ og benda til þess að vísan sé upprunalegri eins og hún er í Snorra-Eddu. Um þau vandamál hefur Sigurður Nordal fjallað í útgáfu sinni og verða þau ekki rakin sérstaklega hér.10 En ef þetta er í raun og veru tilgangur Gísla hefur hann ekki annað upp úr krafsinu en lenda í enn verri flækju, — og svo bætir það ekki úr skák að í leiðinni brýtur hann á móti sínum eigin forsendum sem eru þess eðlis að menn geta tekið þær gildar, þó svo þeir fallist ekki á „munnlegu kenninguna" að öðru leyti. Það er ómaksins vert að rýna dálítið í þetta. Þótt þriðja vísan sé lesin á þennan hátt, sem greinarmerkjasetning Gísla gefur til kynna, svífur hluti hennar eftir sem áður í lausu lofti, en í þetta skipti er það ljóðlínan „ár var alda“. Ef við lítum nú á þessi orð sem formúlu samkvæmt kenningu Gísla og athugum hvemig henni er beitt í öðrum eddukvæðum, kemur í ljós að þetta er mjög óeðlilegt. Þessi orð eru nefiiilega tíma- ákvörðun og á eftir þeim þarf að koma ein- hver skýringarsetning um það sem gerðist eða var á þessum tíma: „Ár var alda, það er arar gullu“. Ná formúlan og skýringarsetn- ingin yfir tvær ljóðlínur. Niðurstaðan verð- ur sú sama þó við lítum svo á að ekki sé fullvíst að þessi orð séu formúla í Völuspá, heldur kunni önnur skáld að hafa tekið þau TMM 1990:2 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.