Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 45
Elsta gerð hennar er talin frá því um
1260-80, varðveitt í skinnhandriti nr. 7,
4to í Konungsbókhlöðunni í Stokkhólmi;
það er talið ritað á tímabilinu 1320-30 og
geymir nokkrar fornaldarsögur, Eglu og
Jómsvíkinga sögu. Miðgerðin er varðveitt
í AM 344a4tofrá því um 1400. Yngstaog
lengsta gerðin, sem gæti verið skrifuð um
miðja 14. öld, er varðveitt í AM 343a 4to,
stórri skinnbók frá því á síðari hluta 15.
aldar. Þar eru margar fornaldarsögur, þar
á meðal Hrafnistusögurnar fjórar í tíma-
röð. Þetta er elsta handrit hinna þriggja og
eina skinnhandritið sem geymir þær allar.
I yngri pappírshandritum fylgjast þrjár
eldri sögurnar oft að og stundum er Ans
saga einnig með. Sögumar af Katli og
Grími gætu verið samdar sem forsögur
Odds, líklega snemma á 14. öld. Ans saga
er sjálfstæðari og líklega nokkru yngri,
hugsanlega frá því um eða eftir miðja 14.
öld.5
Af varðveislunni má sjá tilhneigingu til
að steypa sögunum saman í flokk. A bak
við þær virðist vera ákveðin hefð sem
tengir þær tilteknum söguheimi sem lýtur
eigin reglum. I yngstu gerðinni vísar
Örvar-Odds saga til Ketils sögu og Áns
saga bogsveigis er greinilega samin með
hliðsjón af þeim; hefðin er viðmiðun
þessara þriggja sagna. Þær eru ólíkar inn-
byrðis að efni og formi, þrátt fyrir sam-
eiginlegan bakgrunn og gefa ágæta mynd
af fjölbreytni fornaldarsagna. En Hrafn-
ista er þungamiðja þessara þriggja sagna,
upphaf þeirra og endir.
Ketils saga hængs er traustbyggð, rituð
af dálítið náttúrulausu öryggi, sem bregst
þó stundum. Ketill vex upp sem kolbítur
í andstöðu við föður sinn. Hann mannast
þó og fer að heiman norður á bóginn til
matfanga, og sýnir í leiðinni styrk sinn og
ræður niðurlögum nokkurra trölla. Hann
á ástarævintýri með tröllkonunni Hrafn-
hildi Brúnadóttur og getur Grím loðin-
kinna með henni. Hann tekur svo að
lokum við búi föður síns. Gríms saga loð-
inkinna er veigaminnst Hrafnistusagn-
anna. Hún er lítið meira en röð ævintýra
og snýst um algengt rómönsuminni, leit
að konu, kærustu þess sem orðið hafði
fyrir álögum. Hún gæti jafnvel verið
skrifuð gagngert til að fylla upp í eyðuna
á milli Ketils sögu og Örvar-Odds sögu.
Hinsvegar er Örvar-Odds saga hádrama-
tísk og bókleg, með svo safaríku efni að
menn voru sífellt að spinna úr því sögur.
Oddur var alinn upp við gott atlæti að
Berurjóðri hjá vini föður síns. Hann var
efnispiltur, en völva spáði því að hann
yrði ógæfusamur flækingur sem myndi
lifa í 300 ár og að lokum deyja heima í
Berurjóðri af völdum hestsins Faxa. Odd-
ur vildi ekki trúa þessu en það gekk þó
eftir. Hann flæktist víða, fyrst fór hann
fræga ferð til Bjarmalands. Oft var hann
í fylgd með fóstbræðrum sínum eins og
Hjálmari hugumstóra. Áns saga bog sveig
is er vel byggð og bókleg þó nokkra
hnökra megi finna. Án var kolbítur og fór
með Þóri bróður sínum til hirðar Ingjalds
fylkiskonungs. Þar varð hann að athlægi
og átti í útistöðum við kóng og var gerður
útlægur. Hann eignaðist óskilgetinn son,
kom undir sig fótunum og bjó með ríkri
ekkju. Þar tók hann á móti flugumönnum
konungs og bar ávallt hærri hlut. Allar
falla Hrafnistusögurnar sæmilega að
mynstri Righter-Goulds en eru þó fjöl-
breyttar í efni og efnistökum. Þær tilheyra
TMM 1990:2
43