Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 34
nokkrir einstaklings-þættir renna sam-
an og mynda brennumanna-þátt sem
leysist upp eftir hápunkt sögunnar og
fylgir einstaklingunum í ólíkar áttir).
Einnig getur efni sem er heilsteypt á
einum stað verið margklofið á öðrum.
Hallfreðar saga er skýrt dæmi um
þetta. Hún er þáttur í Ólafs sögu
Tryggvasonarhinni lengstu (skotið inn
í níu hlutum) og jafnframt heilsteypt
saga eða kafli í Möðruvallabók. Að
lokum má líta á sum leiðarminni í ís-
lendingasögum sem staðfestingu á
fagurfræði samþættingarinnar enda
þótt þau séu á engan hátt afmarkaðar
sögur. Hér má nefna vopnið Grásíðu
sem skilur eftir sig blóðuga slóð í Gísla
sögu, hár Hallgerðar og glott Skarp-
héðins í Njáls sögu og moturinn í Lax-
dæla sögu. Sú óaðskiljanlega heild
sem dregin er upp með þessum milli-
vísunum (eða samfléttun) hefur verið
eitt höfuðatriðið í kenningum um upp-
runa og varðveislu fslendingasagna.
(bls. 65)
Hægt er að lýsa texta á marga vegu og hafa
nokkuð til síns máls hverju sinni. Hér snýst
málið um það hvort sögumaður og áheyr-
endur hans hafi deilt með sér og unnið út frá
ákveðinni hugmynd um frásögnina. Með
öðrum orðum má réttilega segja að brauð-
moli sé samsettur úr frumeindum en höfðu
miðaldamenn, sem lögðu sér brauð til
munns, skilning á því? Og þurfti bakarinn
að vita það? Enda þótt samþætting atburða-
rásar sé mjög raunhæft bókmenntahugtak
þá verðum við að spyrja okkur hvaða gagn
er að jafn víðri skilgreiningu og hér er lögð
fram. Peter Hallberg spyr í mjög ítarlegu
rannsóknaryfirliti:
Er yfirleitt hægt að segja sæmilega
langa sögu, munnlega eða skriflega,
án þess að nota samþættingu? Lýsing
Carolar Clover á fyrirbærinu er sjálf-
sagt rétt en ákaflega almenn. Hún ætlar
henni þó miklu meira en það með því
að fullyrða að samþætting sé dæmi-
gerð fyrir ritaða evrópska frásagnarlist
á miðöldum. í mínum augum er það
nær óhugsandi að íslendingar hafi ekki
frá upphafi getað sagt munnlegar, sam-
þættar sögur til að gera grein fyrir
ættardeilum og margslungnu forspili
þeirra. „Slíkt hlýtur að teljast lágmarks
boðskiptageta í samfélagi með svo
þróað stjórn- og dómskerfi."34
Að baki þátta Clover virðist stundum mega
greina gömlu hugmyndina um að rekja
þemu í sögum; annars staðar leit að minn-
um. Hugmyndir af þessu tagi segja lítið um
form og lítið um sögurnar almennt nema
hvað þær gera fræðingum kleift að sýna
fram á að oft vísi góð saga oftar en einu
sinni til margra manna, staða og hluta.
Flestir þættimir hjá Clover myndu flokkast
undir það sem Anne Heinrichs hefur nefnt
„frumstæð form (nöfn, ættartengsl, endur-
tekningar)" samfléttunar. Til mótvægis við
þetta nefnir Heinrichs annan flokk: flóknari
gerðir samfléttunar (tengsl fólks). I þeim
flokki er bindiefni sögunnar að finna með
öllum sínum þáttum. En sú sögugreining
sem til þarf krefst skilnings á því hvernig
íslenskt þjóðfélag starfaði í sambandi við
ættartengsl, milligöngu og pólitísk tengsl.
Hin flóknu form samfléttunar sem Hein-
richs bendir á í Islendingasögum, en Clover
lítur framhjá, greina sögurnar frá frönskum
rómönsum.
Anne Heinrichs kemst að þeirri niður-
stöðu að „grunnþættir sögustílsins hafi
mótast á munnlegu stigi.“36 Clover notar oft
verk tveggja fræðimanna frá því um alda-
mót til þess að styðja það viðhorf að sam-
þætting tíðkist ekki í munnlegri sagna-
skemmtun. Annar þeirra er Axel Olrik sem
sagði árið 1908 að samþætting í Islendinga-
32
TMM 1990:2