Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 29
félli að eðlilegri atburðaröð. Ef til vill hafði höfundurinn heimildir sem voru í tímaröð og gáfu honum því tilefni til að kljúfa frá- sögnina svona niður“ (bls. 162). Hugtökin „eðlilegur“ og „náttúrulegur'1 hafa verið gegnumgangandi í rannsóknum formalista á íslendingasögum. Vésteinn Olason var ósammála hugmyndum Anders- sons um uppstokkun Eyrbyggja sögu: Hætt er við að margir nútímahöfundar mundu leggja kollhúfur ef jafnan væru gerðar til þeirra kröfur um „straight narrative" og „normal order". Það er einmitt með þessari samfléttun ein- stakra þátta sem höfundi tekst að skapa heild úr efni sínu. Ef hann hefði farið að eins og Anderson leggur til, hefði sagan klofnað sundur í marga hluta. Með því að láta mörgum sögum fara fram í einu skapast sú breidd í frá- sögnina sem nauðsynleg er ef efnið á að rúmast í einum og sama ramma. [. . .] Með sanni er hægt að segja að sagan fjalli um deilur höfðingjaætta á Snæfellsnesi á ákveðnu tímaskeiði.21 Og Steblin-Kamenskij setti fyrirvara um að sex hluta formgerðin væri of almenn til þess að veita innsýn í samsetningu sagnanna: Það er auðvitað ekki tækni höfunda við byggingu sagnanna, sem skiptir flestum þeirra greinilega í kynningu á deiluaðilum, framgang deilumála, há- mark þeirra, hefndir, sættir og eftir- leik, heldur er þetta raunsæ lýsing á því, hvemig framvindu deilumála var venjulega háttað í reynd. Skipuleg bygging sögu er undir því komin, að hún fjalli um eina deilu, þ.e. að deilan sjálf hafi heilsteyptan söguþráð, t.d. deilumálin í Hrafnkötlu. En sumar sögur fjalla um deilur, sem margir eru flæktir í, eða taka við hver af annarri, svo sem í Eyrbyggju. Þar verður bygg- ing miklu flóknari, þar geta verið all- margar kynningar á deiluaðiljum, margir tindar í frásögninni, og þar fram eftir götunum. Tilraunir til að þrengja ofangreindri formúlu upp á slíka sögu hafa það eitt sér til ágætis að staðfesta, hve tilgangslaust er að skilgreina á algerlega formlegan hátt 22 þau bókmenntaverk ... Enda þótt enn sé vitnað til kenningar And- erssons í sambandi við frásagnarútdrætti þá hefur Andersson sjálfur endurskoðað við- horf sitt til hetjuarfleifðarinnar: „Þrátt fyrir að mörg atriði séu fengin úr hetjuhefðinni þá eru grunnviðhorfin þjóðfélagsleg en ekki hetjuleg eins og oft hefur verið haldið fram. Hetjusagan legguráherslu áafrek ein- staklingsins án þess að líta til þjóðfélags- legra afleiðinga en íslendingasögur leggja áherslu á sættir. Hetjukvæðinu lýkur á há- punkti harmleiksins en íslendingasögur leysa deilumar og koma á friði. Sögurnar eru ekki blóði drifnar sögur um hetjur sem svífast einskis heldur frásagnir af tíma- bundnum óróa í venjulegu þjóðfélagi."23 Þó að Andersson hafi viðurkennt að ís- lensk þjóðfélagsgerð endurspeglist í sög- unum þá hefur hann ekki endurskoðað hugmyndir sínar um formgerð sagnanna í ljósi þessa nýja viðhorfs. í sömu grein held- ur hann fast í sína upphaflegu sex hluta formgerð þegar hann greinir heildarform sagnanna og tekur dæmi af Hænsna-Þóris sögu.24 Framlag Anderssons til heildar- formgerðar íslendingasagna hefur verið mikilvægt og gert mörgum miðaldafræð- ingum kleift að átta sig á grundvallargerð athafna og persóna í þessari bókmenntateg- und sem annars virðist svo sundurleit. En Andersson viðurkennir sjálfur þörfina á að ganga lengra en hann gerði í rannsókn sinni 1967 og athuga hinn þjóðfélagslega þátt bókmenntanna. TMM 1990:2 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.