Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 13
er litið á siðferði sem eitthvað innra með okkur og breytingum undirorpið (fremur en eitthvað utanaðkomandi, guðlega ákvarðað, altækt). Sjálfur titillinn, Söngvar Satans, er þátt- ur í þessari tilraun til að endurheimta. Þið kallið okkur djöfla? er eins og hann segi. Gott og vel, hérna hafið þið þá útgáfu djöfulsins á veröldinni, á „ykkar“ veröld, útgáfu sem skrifuð er útfrá reynslu þeirra sem hafa verið kenndir við djöfla af því að þeir eru öðruvísi. Alveg eins og Asíu- börnin í sögunni eru hreykin af leikfanga- djöflahornum sem þau skrýða sig með, til að sýna stolt sitt yfir því hver þau eru, ber skáldsagan hróðug sinn djöfullega titil. Markmiðið er ekki að gefa í skyn að Kór- aninn sé skrifaður af djöflinum; heldur að reyna að ryðja nýja braut, eins og þegar merking orðsins Svartur breyttist í Bandaríkjunum frá því að vera fastur lið- ur í ókvæðisorðum kynþáttahatara yfir í það að tjá þá „fegurð“ sem býr í menning- arlegu stolti. Og svo framvegis. Stundum finnst mér atvikin hafa fært upphafleg markmið með Söngvum Satans svo rækilega úr skorðum að þau hljóti að vera glötuð að eilífu. Stundum gremst mér að það er eins og leiðtogar múslima hafi ráðið því einir hvemig rætt er um skáldsöguna (þar á meðal menn, eins og Sher Azam í mosku- ráðinu í Bradford, sem segir ósköp blátt áfram í sjónvarpinu, „Ég er ekkert fyrir bækur“). Þegar allt kemur til alls þýðir blöndunin, sem er aðalhreyfiafl skáldsög- unnar, að hugmyndir hennar eru fengnar víðar að en frá Islam. Þarna er, til dæmis, sú forkristna trú, sem lýst er í Bókum Amosar og Jesaja Annars í Biblíunni og vitnað er til í Söngvum Satans, að Guð og Djöfullinn hafi verið eitt og hið sama: „Það er ekki fyrr en með Kronikubók, aðeins fjórum öldum f.Kr., að orðið Satan er notað til að tákna veru, en ekki eiginleika Guðs.“ Rétt er að geta þess einnig að Kóraninn er ekki önnur af þeim tveimur bókum sem höfðu mest áhrif á þá mynd sem skáldsagan tók. Önnur þeirra var Tengsl Himins og Heljar eftir William Blake, sú klassíska hugleið- ing um samtvinnun góðs og ills; og Meist- arinn og Margaríta eftir Mikhail Búlga- kof, sú stórkostlega, rússneska, ljóðræna gamansaga þar sem Djöfullinn tekur til hendinni í Moskvu og gerir usla hjá hin- um spilltu, gráðugu og úrkynjuðu íbúum, og reynist er frá líður alls ekki vera sem verstur. Meistarinn og Margaríta og höf- undur bókarinnar urðu fyrir barðinu á sovéskri alræðishyggju. Það er einkenni- legt til þess að hugsa að skáldsögu minni skuli tekið á svo svipaðan hátt og einni aðalfyrirmynd hennar á sínum tíma. Þetta eru heldur ekki einu áhrifin frá öðrum en múslimum. Ég er fæddur Ind- verji, og ekki bara Indverji, heldur Bomb- aybúi — í Bombay, sem er heimsborgara- legust, blönduðust, kássulegust ind- verskra borga. Þess vegna hafa skrif mín og hugsun ekki síður orðið fyrir áhrifum af goðsögum og viðhorfum hindúa en múslima (og kvikmyndahetjan mín Gibr- eel er líka dæmi um slfkt umburðarlyndi í trúmálum, hann leikur guði hindúa án þess að vekja hneykslun þrátt fyrir up- pruna sinn sem múslimi). Vesturlönd eru heldur ekki fjarri Bombay. Ég var þegar orðinn blendingur, bastarður sögunnar, áður en London bætti um betur. Að vera Indverji af minni kynslóð þýddi líka að ég var sannfærður um að hugsjón TMM 1990:2 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.