Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 70
Þeir gátu einfaldlega ekki þulið kvæði sín
nógu hægt til að skrifari næði þeim á blað
orð fyrir orð. Til þess voru þeir of háðir
hrynjandinni sem hjálpaði þeim áfram í
gegnum kvæðin. Kvæði sem eru handskrif-
uð þannig úr munnlegri geymd geta því
ekki varðveitt sömu orð og hljóma í eðlileg-
um flutningi.
Völuspá er varðveitt heil og lengst í Kon-
ungsbók (frá um 1270) en einnig í heilu lagi
í Hauksbók (frá f.hl. 14. aldar) þar sem hún
er nokkuð sty ttri og annars konar. Til dæmis
vantar í Hauksbók allt samtal Oðins og
völvunnar um miðbik kvæðisins, gert er
meira úr ragnarakakaflanum en í Konungs-
bókargerðinni og kristin áhrif koma skýrt
fram en þau eru ekki greinanleg á sama hátt
í Konungsbók. Þá er vitnað til ýmissa er-
inda Völuspár í Snorra-Eddu en þau mynda
ekki heilt kvæði og hafa því takmarkað gildi
fyrir heildartúlkun enda þótt bera megi
saman einstök erindi (eins og Einar Már
gerir í niðurlagi greinar sinnar). Handrita-
fræðingar eru sammála um að ekki séu rit-
tengsl á milli þessara varðveittu gerða
Völuspár heldur hafi þær verið skráðar
beint úr munnlegri geymd. Handritafræði
og rannsóknir á tengslum handrita koma því
að litlu haldi við að skýra mun kvæðagerð-
anna en sú spurning vaknar hvernig þessari
munnlegu geymd var háttað.
Varðveisla Völuspár bendir til þess að
kvæðið hafi verið komið á eitthvert milli-
stig munnlegrar menningar og ritmenning-
ar þar sem gera má ráð fyrir, í ljósi fyrir-
mynda úr öðrum samfélögum, að fólk hafi
verið byrjað að leggja höfundarlaus forn-
kvæði á minnið, orð fyrir orð. Þær þrjár
gerðir af þriðju vísu kvæðisins sem varð-
veittar eru geta ekki verið til komnar við
það að þrír kvæðamenn impróviseruðu
„frammi fyrir áheyrendum með því að
styðjast við einhvem efnisþráð og raða á
hann föstum formúlum“ (bls. 55 í niðurlagi
Einars).
Vegna þess hve kvæðin eru ólík í megin-
gerðunum tveimur er fræðimönnum nú að
verða ljóst að best muni fara á því að túlka
þær hvora í sínu lagi fremur en að leita að
ímyndaðri „frumgerð“ Völuspár og blanda
gerðunum saman.6 Að slíkri aðgreiningu
lúta ýmis rök, þ. á m. rök munnlegu kenn-
ingarinnar, en einnig mörg fleiri eins og
Einar Már Jónsson vitnar til frá lærimeist-
ara sínum, Régis Boyer.7 Af þessu leiðir að
ekki er sjálfkrafa hægt að leiðrétta „mjög
vafasaman texta“ í annarri gerðinni með
texta úr hinni vegna þess að báðar gerðirnar
hafa sjálfstætt gildi en bæta ekki hvor aðra
upp. í slíku samvali texta verða menn að
vara sig mjög á persónulegum smekk og
kerfishyggju sem vill gera forn kvæði
reglulegri en þau eru og fella þau að tilfinn-
ingu okkar 20. aldar manna fyrir góðum
skáldskap. Hættan á að smekkurinn taki
völdin er mikil og raunveruleg enda eru
mörg dæmi um fræðimenn sem hafa nánast
ort gömul kvæði upp á nýtt með sínum
„vísindalegu“ aðferðum.
Að þessu sögðu ætti að vera ljóst að ég
get ómögulega tekið þátt í leit Einars að
hinum „upphaflega“ og týnda texta að
þriðja erindi Völuspár. Greining hans á er-
indinu er mjög glæsileg og sömuleiðis er
sannfærandi hvernig hann sýnir fram á
markvissa uppbyggingu hugsunar í einni
gerð þess. Mér er hins vegar um megn að
skilja af hverju hann þarf um leið að
skamma mig fyrir að reyna að fá vit í Kon-
ungsbókargerðina með ákveðinni kommu-
setningu. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að
leyfa báðum gerðum að lifa. Það er hægur
vandi að fjalla um fagurfræði fomkvæða og
túlka þau í ljósi lærdóms og heimspekihug-
mynda án þess að flækja slíka umræðu í net
upprunavandans og leitarinnar að hinum
óþekkta höfundi.
★ * ★
68
TMM 1990:2