Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 70
Þeir gátu einfaldlega ekki þulið kvæði sín nógu hægt til að skrifari næði þeim á blað orð fyrir orð. Til þess voru þeir of háðir hrynjandinni sem hjálpaði þeim áfram í gegnum kvæðin. Kvæði sem eru handskrif- uð þannig úr munnlegri geymd geta því ekki varðveitt sömu orð og hljóma í eðlileg- um flutningi. Völuspá er varðveitt heil og lengst í Kon- ungsbók (frá um 1270) en einnig í heilu lagi í Hauksbók (frá f.hl. 14. aldar) þar sem hún er nokkuð sty ttri og annars konar. Til dæmis vantar í Hauksbók allt samtal Oðins og völvunnar um miðbik kvæðisins, gert er meira úr ragnarakakaflanum en í Konungs- bókargerðinni og kristin áhrif koma skýrt fram en þau eru ekki greinanleg á sama hátt í Konungsbók. Þá er vitnað til ýmissa er- inda Völuspár í Snorra-Eddu en þau mynda ekki heilt kvæði og hafa því takmarkað gildi fyrir heildartúlkun enda þótt bera megi saman einstök erindi (eins og Einar Már gerir í niðurlagi greinar sinnar). Handrita- fræðingar eru sammála um að ekki séu rit- tengsl á milli þessara varðveittu gerða Völuspár heldur hafi þær verið skráðar beint úr munnlegri geymd. Handritafræði og rannsóknir á tengslum handrita koma því að litlu haldi við að skýra mun kvæðagerð- anna en sú spurning vaknar hvernig þessari munnlegu geymd var háttað. Varðveisla Völuspár bendir til þess að kvæðið hafi verið komið á eitthvert milli- stig munnlegrar menningar og ritmenning- ar þar sem gera má ráð fyrir, í ljósi fyrir- mynda úr öðrum samfélögum, að fólk hafi verið byrjað að leggja höfundarlaus forn- kvæði á minnið, orð fyrir orð. Þær þrjár gerðir af þriðju vísu kvæðisins sem varð- veittar eru geta ekki verið til komnar við það að þrír kvæðamenn impróviseruðu „frammi fyrir áheyrendum með því að styðjast við einhvem efnisþráð og raða á hann föstum formúlum“ (bls. 55 í niðurlagi Einars). Vegna þess hve kvæðin eru ólík í megin- gerðunum tveimur er fræðimönnum nú að verða ljóst að best muni fara á því að túlka þær hvora í sínu lagi fremur en að leita að ímyndaðri „frumgerð“ Völuspár og blanda gerðunum saman.6 Að slíkri aðgreiningu lúta ýmis rök, þ. á m. rök munnlegu kenn- ingarinnar, en einnig mörg fleiri eins og Einar Már Jónsson vitnar til frá lærimeist- ara sínum, Régis Boyer.7 Af þessu leiðir að ekki er sjálfkrafa hægt að leiðrétta „mjög vafasaman texta“ í annarri gerðinni með texta úr hinni vegna þess að báðar gerðirnar hafa sjálfstætt gildi en bæta ekki hvor aðra upp. í slíku samvali texta verða menn að vara sig mjög á persónulegum smekk og kerfishyggju sem vill gera forn kvæði reglulegri en þau eru og fella þau að tilfinn- ingu okkar 20. aldar manna fyrir góðum skáldskap. Hættan á að smekkurinn taki völdin er mikil og raunveruleg enda eru mörg dæmi um fræðimenn sem hafa nánast ort gömul kvæði upp á nýtt með sínum „vísindalegu“ aðferðum. Að þessu sögðu ætti að vera ljóst að ég get ómögulega tekið þátt í leit Einars að hinum „upphaflega“ og týnda texta að þriðja erindi Völuspár. Greining hans á er- indinu er mjög glæsileg og sömuleiðis er sannfærandi hvernig hann sýnir fram á markvissa uppbyggingu hugsunar í einni gerð þess. Mér er hins vegar um megn að skilja af hverju hann þarf um leið að skamma mig fyrir að reyna að fá vit í Kon- ungsbókargerðina með ákveðinni kommu- setningu. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að leyfa báðum gerðum að lifa. Það er hægur vandi að fjalla um fagurfræði fomkvæða og túlka þau í ljósi lærdóms og heimspekihug- mynda án þess að flækja slíka umræðu í net upprunavandans og leitarinnar að hinum óþekkta höfundi. ★ * ★ 68 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.