Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 80
erfðaþættina endarím, léttleika og söng- leika í kynlegt blandið. Rímur voru frá öndverðu sungnar og einnig er talið að dansað hafi verið eftir þeim, en það mun þó fljótt hafa lagst af og varð ekki annar dans eftir en sá eini sanni íslenski dans, hinn sérstæði setdans sem aldrei hefur átt sér annað nafn en það, að sagt er að menn rói fram í gráðið. Einnig tók söngurinn brátt að þróast í þetta sem kallað er að kveða og sumir skilgreina sem hálfsöng, einskonar millistig milli lestrar og söngs. Síðast en ekki síst skal þess getið að frásagnarlistin og uppfræðingarhneigðin voru frá upphafi snar þáttur í þessum mikla pottrétti sem þarna var að verða til. Eins og allir vita eru rímur frásagnarljóð og reyndar bundnar sagnahefðinni svo sterkum böndum frá upphafi að þær urðu aldrei sjálfstæð bókmenntagrein í þeim skilningi að spunnar væru upp nýjar frum- samdar frásagnir, heldur voru rímurnar alla tíð einskonar þjónustugrein við þær frásagnir sem til voru fyrir, skráðar eða prentaðar. Rímur voru ortar upp úr eldri sögum og bókum hvort sem þar var um að ræða konungasögur, Islendingasögur, riddara- og skemmtisögur, síðari tíma rómana og reyfara, eða bók bóka, sjálfa Biblíuna. Þær fylgdu í kjölfarið rétt eins og kvikmynd verður gjarna til á vorum dögum út frá vellukkaðri skáldsögu. Rím- urnar taka þannig ekki bara við kveð- skaparhefðinni heldur einnig við hinni bóklegu frásagnarlist. Þetta á sér eflaust margar skýringar. Nefna má til dæmis fá- tækt og bókaleysi og myrkrið í baðstof- unum og svo er ekki víst að allir Islend- ingar hafi alltaf verið jafn læsir og við viljum helst trúa. Rímurnar þróuðust auðvitað í aldanna rás. Föst skipan komst á sjálft formið. Rímur, fleiri eða færri eftir ástæðum, standa saman í flokki; hver ríma hefst á mansöng þar sem skáldinu gefst tækifæri til hverskyns hugleiðinga, óháð sjálfri frásögninni og er skipt um bragarhátt við hverja rímu innan sama flokks. Bragar- hættirnir þróuðust einnig, tóku breyting- um og skipuðust brátt í nokkra fasta grunnflokka, en einkum fjölgaði þó af- brigðum út frá vissum, gefnum grundvall- arreglum, og að minnsta kosti á vissum tímaskeiðum varð sú tilhneiging gjama ríkjandi að hættir yrðu sem allra flókn- astir. En það sem er þó athyglisverðast og gengur eins og rauður þráður í gegnum þessar rímnaaldir eru þó vinsældir rímn- anna, þær voru blátt áfram helsti skemmti- og fjölmiðill þjóðarinnar gegn- um allar þessar aldir, eins og yfirgengi- legur fjöldi handrita þeirra og eftirrita á Rímur voru blátt áfram helsti skemmti- og fjölmiðill þjóð- arinnar gegnum allar þessar aldir . . . bókasöfnum staðfestir. Þær stæður telja flestir lítt árennilegar og hefur því ekki nema örlítið brot af þeim verið kannað, hvað þá gefið út. Ég hef farið hratt yfir þessa sögu og nú skulum við því ímynda okkur að við séum stödd á fjórða áratug nítjándu aldar. Rímnahefðin er enn í góðu gengi, að minnsta kosti hvað magn og vinsældir snertir meðal alþýðu manna, en það er 78 TMM 1990:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.