Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 69
til dæmis á írlandi til foma og meðal Kelta á dögum Sesars, kenni nemendum að varð- veita orðrétta texta á munnlegu stigi. Slík kennsla tryggir þó ekki áreiðanleik varð- veislunnar því að textinn er hvergi til nema í huga mannanna og ef ágreiningur kemur upp um hver sé hin rétta gerð þá er ekki hægt að kveða upp úr um hver hafi rétt fyrir sér. Talað orð fer bara einu sinni út í Ioftið og verður aldrei endurheimt fremur en liðin ár. Þetta grundvallaratriði í sambandi við munnlega geymd getur vafist fyrir mörgum sem eru vanir því að geta farið í bókaskáp- inn ef þeir eru óvissir um texta tiltekinna kvæða. Oft hættir mönnum til að gefa sér þá röngu forsendu að formúlukennd kvæði sem menn eiga hægt með að kveða af munni fram án þess að um orðrétta endurtekningu sé að ræða þurfi endilega að vera einföld og léleg. Lord og fleiri munnmenntafræði- menn hafa lagt mikla áherslu á að eyða þessum misskilningi enda geta lifandi kvæði úr munnlegri geymd bæði verið margslungin og persónuleg þótt enginn einn höfundur hafi sest niður og ort þau í einrúmi. í munnlegri hefð, eins og Lord lýsir henni, setur hver kvæðamaður mark sitt á það efni sem hann flytur um leið og hann styðst við fastmótuð frásagnarmunst- ur og formúlur. Besta dæmið um þetta úr safni þeirra Parrys er munnlegt kvæði upp á 12,311 línur (álíka langt og Ódysseifs- kviða), kveðið af Avdo Medjedovic árið 1935 og gefið út með enskri þýðingu árið 1974.4 Enda þótt það sé ekki fyllilega sam- bærilegt við Hómerskviður að sögn kunn- ugra þá mun það þó vera harla gott. Það er til dæmis langt frá því að vera vélrænn formúluuppspuni eins og menn gætu haldið að óathuguðu máli og er jafnframt eitt helsta sönnunargagn Lords fyrir því að Hómerskviður hefðu a.m.k. getað orðið til með svipuðum hætti og kvæði júgóslavn- esku sagnasöngvaranna. Samspil munnlegrar menningar og ritmenningar Á undanförnum áratug hafa fræðimenn mjög beint rannsóknum sínum að millistig- inu milli munnlegrar menningar og rit- menningar og samspilinu þar á milli. Leitað hefur verið að skáldum úr munnlegri menn- ingu sem hafa líka lært að lesa og skrifa og reynt hefur verið að finna út hvernig þeim reiðir af við að koma sínum munnlegu sög- um og kvæðum á pappír. Sjálfur hefur Lord endurskoðað þann kafla í bók sinni sem fjallar um þetta atriði og telur sig nú geta bent á mann sem var einmitt á þessu vand- fundna millistigi.5 Áður hafði hann ekkert dæmi um að þjálfaður kvæðamaður úr munnlegri hefð gæti sest niður og skrifað með sama árangri og í munnlegum flutn- ingi. Þrátt fyrir miklar rannsóknir og um- ræðu er ferlið á milli menningarheimanna tveggja þó ekki upplýst og því langt frá því að vera jafn einfalt og blátt áfram eins við gætum haldið. Okkur finnst til dæmis „lík- legt“ að maður geti skrifað niður það sem hann kann hvort eð er eins og við getum skrifað „Yfir kaldan eyðisand . . .“ ef við kunnum vísuna utan að. Skráning munn- legra kvæða er því miður ekki svona vanda- laus og til skilningsauka má benda á að þeir sem eiga gott með að segja sögu til skemmt- unar geta ekki endilega sest niður og skrifað hana svo að vel sé. Við skrifpúltið skortir þá aðalatriði góðrar sögu: stemmningu, til- efni og áheyrendur. Munnmenntir og Völuspá Fylgismenn munnlegu kenningingarinnar gera ekki ráð fyrir því að forn kvæði eins og Völuspá hafi komist beint og vandræða- laust á skinn úrmunnlegum flutningi. Áður en hljóðupptökutækni nútímans kom til var ógjömingur fyrir skrifara að skrá orðrétt kvæði eins og þau sem voru í munnlegri geymd júgóslavnesku kvæðamannanna. TMM 1990:2 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.