Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 60
upp eftir því kvæði (og þá reyndar gert þau að formúlu). Svo er einnig annað atriði sem mælir mjög gegn því að „ár var alda“ geti á þennan hátt svifið í lausu lofti í fyrstu ljóðlínunni, en síðan hefjist ný setning, sem teygi sig yfir aðra, þriðju og fjórðu ljóðlínu. I forn- norrænum skáldskap er sterk tilhneiging til að láta setningaskipun og bragarhátt falla saman, og er þetta eitt af því sem greinir hann frá latneskum skáldskap, en þar gátu skáldin látið þetta tvennt rekast á með ýms- um hætti. I Völuspá — og miklu víðar — er þeirri reglu vandlega fylgt, að í átta ljóðlína vísu eru skörp skil á eftir fjórðu ljóðlínunni, sem skipta vísunni í tvo helminga, og svo eru minni skil í hvorum helmingnum miðj- um, á eftir annarri og sjöttu ljóðlínu. Að þessari byggingu lagar setningaskipun hverrar vísu sig með mjög ákveðnum hætti. I einum vísufjórðungi geta verið tvær setn- ingar eða tveir skýrt afmarkaðir setning- arhlutar hvor í sinni ljóðlínu (þá er annar t.d. forsetningarliður), eða þá ein setning sem rennur beint í gegnum tvær ljóðlínur. En setning teygir sig aldrei yfir skilin sem eru á eftir annarri, fjórðu og sjöttu ljóðlínu nema hún hafi náð yfir allan vísufjórðung- inn á undan. Þessa reglu mætti vafalaust skilgreina miklu nákvæmar og kannske skýra með aðferðum málvísindanna, en henni er fylgt það vandlega að hún hlýtur að hafa verið í nánum tengslum við tilfinn- ingu manna fyrir bragarhættinum og við það hvernig ljóðin voru flutt. Sá skilningur á setningaskipun í þriðju vísu Völuspár sem felst í greinarmerkjasetningu Gísla er í full- kominni andstöðu við þessa reglu og er ekki hægt að benda á neina hliðstæðu í kvæðinu: öll gerð þess, bragarháttur, orðaröð, setn- ingaskipun og hljóðfall, býður manni bein- línis að taka merkingarlega saman tvær og tværljóðlínur íþessari vísu. Núer vitanlega hægt að túlka setningaskipun í rituðu máli á ýmsa vegu með því að breyta greinar- merkjasetningu, eins og Gísli gerir, en þá vaknar hin skelfilega spurning: hvernig ímyndar Gísli sér að kvæðamenn hafi sett greinarmerki í munnlegum flutningi? Einu sinni hlustaði ég á konu sem var að halda fyrirlestur á alþjóðlegri vísindaráðstefnu og hafði það fyrir sið, að hún brá öðru hverju vísifingri og löngutöng beggja handa eilítið uppfyrireyrun ogdillaði þeim þar. Þeirsem ekki voru innvígðir í leyndardóma fræða- mennskunnar héldu að konan væri að leika kanínu, en hinir vissu að með þessu var hún að setja gæsalappir inn í fyrirlesturinn. Er það kannske skoðun Gísla, að á þennan hátt hafi greinarmerki verið sett í munnlegum flutningi eddukvæða? En gallinn er sá, að slíkar kúnstir byggjast á því, að til sé skrif- aður texti til viðmiðunar. Hvort sem menn aðhyllast „munnlegu kenninguna“ eða ekki, er erfitt að komast hjá að álykta að í flutningi norrænna fornkvæða hafi hefð- bundið hljóðfall ráðið. Vera má, að ýmsum finnist þetta nægileg rök, en samt eru ekki öll kurl komin til grafar. Það þarf einnig að líta á heildar- þráðinn í vísunni, eins og Gísli prentar hana, og athuga hvernig hann rekur sig áfram. Ef við lítum á setninguna um Ými, „þar er Ýmir byggði vara sandur né sær né svalar unnir“, er erfitt að túlka þessi orð öðru vísi en svo, að verið sé að segja að Ýmir hafi ekki alið aldur sinn á baðströnd. Það er alla vega verið að segja, að þar sem eitt var niður komið (sem sé Ýmir) hafi annað ekki verið til staðar. En í næstu tveimur ljóðlínunum, „jörð fannst æva né upphiminn“, er hugsunin skyndilega farin að snúast um eitthvað allt annað: það er verið að neita því að eitthvað hafi verið til og jafnframt er verið að nálgast, en þó á fremur óljósan hátt, hugmyndina um neind, sem í þessari útgáfu skýtur hér upp koll- inum í fyrsta skipti. Samkvæmt þessari túlkun — og greinarmerkjasetning Gísla býður ekki upp á neina aðra — ætti hugsun 58 TMM 1990:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.