Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 63
minnsta kosti til þeirra, stundum í mjög knöppum stfl þar sem áheyrandanum eða lesandanum er látið eftir að geta í eyðurnar og finna þráðinn, en þótt hugsunin sé oft á tíðum harla myrk er samt engin ástæða til annars en skilja efni Völuspár bókstafleg- um skilningi og líta á hana sem heiðið goða- kvæði. A hinn bóginn hafa ritskýrendur þóst finna í kvæðinu margvísleg kristin áhrif, þótt Gísli nefni það ekki í skýringum sínum og eftirmála og virðist telja þetta eins og svo margt annað með því sem „er ekki lengur til umræðu“, en mönnum hefur gengið illa að koma sér saman um það, hvaða atriði geta ótvírætt talist kristin og hvernig eigi að líta á þau í heildartúlkun kvæðisins. Það er hægt að benda á einstök atriði, t.d. bera saman Völuspá: Sól tér sortna sígur fold í mar hverfa af himni heiðar stjörnur og orð Opinberunarbókarinnar 6,12: „sol factus est niger“, „stellae de caelo cecid- erunt super terram“, en jafnvel um slíkar orðalagslíkingar má deila og einstakar hlið- stæður segja heldur ekkert um það hvaða hlutverki slík atriði gegni í kvæðinu. Auk þess er þeirri spurningu ósvarað, hvernig kristin áhrif, hver sem þau eru, geti fallið inn í heiðið goðakvæði. Þessi árekstur kristni og heiðni snertir nokkuð beint textaafbrigðið í þriðju vísu Völuspár. Ýmsum þætti vafalaust freistandi að líta svo á, að sú hugmynd um ástandið fyrir sköpunina sem þar kemur fram beri vitni um einhver kristin áhrif, en þar sem verkið er heiðið goðakvæði eigi Ýmir þar heima líka: mótsögnin sem bent var á sé því ekki „klaufaskapur höfundar“, þótt bæði atriðin séu frá honum komin, heldur bein afleiðing árekstrarins. En ég held hins vegar að markalína kristni og heiðni í kvæðinu sé á allt öðru sviði og leiði ekki til mótsetninga af þessu tagi. Þrátt fyrir ýmis vafaatriði og deilur um þau, held ég að hana megi draga á þann hátt, að frá heiðninni sé kominn efniviður kvæðisins, sögur og persónur, en frá kristninni fyrst og fremst „andleg tækni“ og vinnubrögð höfundar, heimspekihug- myndir og meðferð þeirra. Skáldið tók upp þá heiðnu goðafræði sem það þekkti og breytti henni ekki, að því er virðist, heldur lét sér nægja að velja og sleppa. En í fram- setningunni beitti hann tækni, aðferðum og hugsun sem komin voru úr kristni, eða kannske væri réttara að segja úr þeirri heim- speki sem kristninni fylgdi. I stað þess að setja hin ýmsu atriði fram hvert fyrir sig, eins og gert er í öðrum goðakvæðum þar sem fjallað er um leyndardóma tilverunnar, tók hann þann kost að bregða upp heildar- mynd af veraldarsögunni, setja hana upp í drama með línubundinni tímarás, þar sem áfangarnir verða: sköpun, gullöld, fall, spilling, tortíming og ný sköpun, ný gull- öld. Eftir þeim heimildum að dæma sem fyrir hendi eru gat hann ekki fundið þessar hugmyndir í heiðinni goðafræði nema þá kannske einstaka sinnum í mjög óljósri mynd, en þær voru hins vegar til staðar í ýmislegum kristnum fræðum: þótt þær væru af ýmsum uppuna og tengdust kristn- inni á margvíslegan hátt, komu þær að minnsta kosti við sögu í bollaleggingum kringum kristna guðfræði. Þar átti skáldið kost á því að kynnast þeim í nokkuð víð- tæku samhengi og jafnframt læra að með- höndla þær, — fá nasasjón af heimspeki legum vinnubrögðum, ef svo má segja. En þótt hann sækti eitthvað af efnivið sínum í slíka smiðju, leiddi engan veginn af því að verk hans hlyti að verða kristið eða mótað af eiginlegri kristinni guðfræði, og „árekst- urinn“ milli kristni og heiðni kemur ekki fram nema litið sé á ytra samhengi og upp- TMM 1990:2 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.