Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 28
annað þar en að berjast og leika sér. Hinir
miklu konungar fornaldar og fylgismenn
þeirra eru umluktir dýrðarljóma fortíðar-
innar.“15 Það er að vísu rétt að sögurnar
tengjast eldri siðfræði hetjuhugsjónar en
með því að halda því fram að eddukvæði
hafi lagt grunn að frásagnarformgerð Is-
lendingasagna er alveg litið framhjá inni-
haldi textanna og eins sést mönnum yfir
félagslega reynslu fólks af því að búa í
landinu undir eigin stjórn í þrjár aldir.
Andersson heldur því fram að sögurnar
fylgi hetjukvæðum með því að draga átökin
saman „í eitt vel upp byggt ris [. . .] Hugs-
anaferli höfundarins er vissulega hetjulegt
og margt af aðferðum hans í stíl sömuleiðis.
Túlkun hans á atburðum með átökum og risi
og aðferð hans við að skipta mönnum í
fylkingar eru skýr arfleifð frá hetjumynstr-
inu.“ (bls. 93). A grundvelli samanburðar
við eddukvæði færir Andersson rök að því
að sögurnar fylgi fastákveðnu formi.16 Sex
hluta kenning hans um söguformgerð
(kynning, átök, ris, hefnd, sættir, eftirmál)
er fengin úr blöndu af eiginleikum frásagn-
arkvæða og þjóðsagna.
Andersson játar að áherslan á risið sé
dregin af greiningu á hetjukvæðum. Joseph
Harris hefur bent á að fræðileg umgjörð
verka Anderssons sé „einkum byggð á“
kenningu V. I. Propps um formgerð þjóð-
sagna.17 Eins og Harris segir þá er það for-
senda slíkrar greiningar að halda formi og
innihaldi aðgreindu.18 Uppröðun Propps á
þrjátíu og einum frásagnarlið fylgir at-
burðarás rússneskra galdraævintýra mjög
náið. Hins vegar eru þættirnir sex í grein-
ingu Anderssons svo óljósir í samanburði
við hugmyndir Propps að þeir sýna aðeins
grófustu útlínur í framvindu sagnanna og
segja okkur lítið um það sem fram fer í
hverri sögu. Mynstrið þvingar atburðarás
hverrar sögu inn í mjög óhagganlega, ep-
íska samfellu með átökum, risi og lausn.
Þessi hugmynd á mjög illa við frásagnar-
hefð sem rúmar fjölda smádeilna og margar
kynslóðir.
Helsta dæmi Anderssons um sex hluta
formgerð er Þorsteins þáttur stangarhöggs20
sem hann notar til að sýna hvernig líkan
hans fellur að Isiendingasögum. Til þess að
'þátturinn falli að líkaninu gerir Andersson
ráð fyrir risi snemma í sögunni þegar bónd-
inn Þorsteinn Þórarinsson drepur Þórð,
hestasvein og ójafnaðarmann. Er hægt að
gera ráð fyrir risi í sögu áður en aðalpers-
ónurnar tvær dragast inn í deilumar? Þessi
þáttur er einfalt dæmi um frásögn; hann er
um Þorstein og deilu hans við goðann
Bjama Brodd-Helgason. Dramatískur há-
punktur þessarar óvenjulega stuttu (6 bls. í
útg. Svarts á hvítu) og blátt áfram sögu er
vitaskuld undir lokin þegar Bjarni og Þor-
steinn, helstu andstæðingarnir í sögunni,
hittast loks og berjast hvor við annan. Þar
sem öll sagan er aðdragandi að einvígi
þeirra er út í hött að gera ráð fyrir risi fyrr.
Samt þvingar Andersson þennan rökrétta
hápunkt inn í „hefndarhlutann“.
Eins og sjá má af Þorsteins þætti er ekki
jafn auðvelt að skilgreina formgerð sagna,
þó að þær séu stuttar, og hetjukvæða. Form
sagnanna er margbrotið, þar eru margar
deilur og mörg ris. Hin fastmótaða form-
gerð og atburðaröð sem Andersson boðar
fellur að litlu leyti að þessum textum. í
Eyrbyggja sögu álítur Andersson að höf-
undur hafi klúðrað efninu með því að fylgja
ekki hinni „eðlilegu“ röð: „Það sem errugl-
andi við söguna er hvernig hún flækir sam-
an átökunum. Þættirnir af Vigfúsi, Styr,
Bimi Breiðvíkingakappa og Þorbrandsson-
um byrja og eru klipptir sundur, stundum
tvisvar, áður en þeim lýkur. Þessi samþætt-
ing atburðarása er ekki venjulegur frá-
sagnarmáti og það er heldur engin augljós
ástæða fyrir henni. Það væri raunar hægt að
að eyða henni: ef sögunum um Styr (S) og
Björn Breiðvíkingakappa (B) væri safnað
saman yrði frásögnin samfelldari og sagan
26
TMM 1990:2