Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 45
Elsta gerð hennar er talin frá því um 1260-80, varðveitt í skinnhandriti nr. 7, 4to í Konungsbókhlöðunni í Stokkhólmi; það er talið ritað á tímabilinu 1320-30 og geymir nokkrar fornaldarsögur, Eglu og Jómsvíkinga sögu. Miðgerðin er varðveitt í AM 344a4tofrá því um 1400. Yngstaog lengsta gerðin, sem gæti verið skrifuð um miðja 14. öld, er varðveitt í AM 343a 4to, stórri skinnbók frá því á síðari hluta 15. aldar. Þar eru margar fornaldarsögur, þar á meðal Hrafnistusögurnar fjórar í tíma- röð. Þetta er elsta handrit hinna þriggja og eina skinnhandritið sem geymir þær allar. I yngri pappírshandritum fylgjast þrjár eldri sögurnar oft að og stundum er Ans saga einnig með. Sögumar af Katli og Grími gætu verið samdar sem forsögur Odds, líklega snemma á 14. öld. Ans saga er sjálfstæðari og líklega nokkru yngri, hugsanlega frá því um eða eftir miðja 14. öld.5 Af varðveislunni má sjá tilhneigingu til að steypa sögunum saman í flokk. A bak við þær virðist vera ákveðin hefð sem tengir þær tilteknum söguheimi sem lýtur eigin reglum. I yngstu gerðinni vísar Örvar-Odds saga til Ketils sögu og Áns saga bogsveigis er greinilega samin með hliðsjón af þeim; hefðin er viðmiðun þessara þriggja sagna. Þær eru ólíkar inn- byrðis að efni og formi, þrátt fyrir sam- eiginlegan bakgrunn og gefa ágæta mynd af fjölbreytni fornaldarsagna. En Hrafn- ista er þungamiðja þessara þriggja sagna, upphaf þeirra og endir. Ketils saga hængs er traustbyggð, rituð af dálítið náttúrulausu öryggi, sem bregst þó stundum. Ketill vex upp sem kolbítur í andstöðu við föður sinn. Hann mannast þó og fer að heiman norður á bóginn til matfanga, og sýnir í leiðinni styrk sinn og ræður niðurlögum nokkurra trölla. Hann á ástarævintýri með tröllkonunni Hrafn- hildi Brúnadóttur og getur Grím loðin- kinna með henni. Hann tekur svo að lokum við búi föður síns. Gríms saga loð- inkinna er veigaminnst Hrafnistusagn- anna. Hún er lítið meira en röð ævintýra og snýst um algengt rómönsuminni, leit að konu, kærustu þess sem orðið hafði fyrir álögum. Hún gæti jafnvel verið skrifuð gagngert til að fylla upp í eyðuna á milli Ketils sögu og Örvar-Odds sögu. Hinsvegar er Örvar-Odds saga hádrama- tísk og bókleg, með svo safaríku efni að menn voru sífellt að spinna úr því sögur. Oddur var alinn upp við gott atlæti að Berurjóðri hjá vini föður síns. Hann var efnispiltur, en völva spáði því að hann yrði ógæfusamur flækingur sem myndi lifa í 300 ár og að lokum deyja heima í Berurjóðri af völdum hestsins Faxa. Odd- ur vildi ekki trúa þessu en það gekk þó eftir. Hann flæktist víða, fyrst fór hann fræga ferð til Bjarmalands. Oft var hann í fylgd með fóstbræðrum sínum eins og Hjálmari hugumstóra. Áns saga bog sveig is er vel byggð og bókleg þó nokkra hnökra megi finna. Án var kolbítur og fór með Þóri bróður sínum til hirðar Ingjalds fylkiskonungs. Þar varð hann að athlægi og átti í útistöðum við kóng og var gerður útlægur. Hann eignaðist óskilgetinn son, kom undir sig fótunum og bjó með ríkri ekkju. Þar tók hann á móti flugumönnum konungs og bar ávallt hærri hlut. Allar falla Hrafnistusögurnar sæmilega að mynstri Righter-Goulds en eru þó fjöl- breyttar í efni og efnistökum. Þær tilheyra TMM 1990:2 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.