Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 40
GUNNAR J. ÁRNASON meðlim í alþjóðlegum heimi listarinnar, án þess að það sé verið að hampa uppruna hans.Ætlast er til að verk þeirra séu skoðuð í samhengi við það sem er að gerast á vettvangi listarinnar almennt. Það á að fylgjast með því sem er að gerast í listinni og tala um íslenska myndlist sem eðlilegan hluta af hinu alþjóðlega listalífi. Sérhvert verk skal metið út frá forsendum þeirra listrænu hugmynda sem listamaðurinn er að fást við og engu öðru. Það á ekki að vera nein ástæða til að meðhöndla íslenska myndlist sérstaklega. Og kannski er engin ástæða til að tala um íslenska myndlist yfirleitt, nema sem samheiti yfir lauslega tengdan flokk einstaklinga sem eiga ekkert sameiginlegt nema vegabréfið. Það má kannski kalla þetta kröfu tímans í gagnrýni og hún er á andstæð- um pól frá gagnrýni hinnar persónulegu sýnar. Hér er ekki um að ræða eina sýn heldur margar, kannski jafn margar og það eru listamenn, kannski fleiri, því verk listamanna eiga það til að taka miklum stökkbreytingum. Slíkar kröfur eru eðlilegar þegar litið er á málið frá sjónarhóli myndlist- armanna. Þeir koma úr ólíkum áttum, og það er fátt sem bindur þá saman sem hóp. Aðstæður á íslandi bjóða varla upp á þann möguleika að stunda nútímamyndlist að jafnaði, öðru vísi en með því að hasla sér völl á erlendri grund. Samgangur við erlenda myndlistarmenn, gallerí og samsýningar, hefur aukist. „Samfélag“ listamanna, þ.e. sá hópur sem listamaðurinn um- gengst í starfi sínu, er ekki hægt að afmarka með landamerkjum eða þjóðerni. Hins vegar lítur málið öðru vísi við gagnrýnendum. Þeir eru mun átthaga- bundnari og skrifa fyrir sitt heimafólk á íslensku í íslenska miðla. Auk þess er þeirra reynsluheimur kannski meira bundinn við það sem gerist í heima- garði, og það er enginn vafi á því að það fólk sem þeir ávarpa hefur yfirleitt ekki mikil kynni af alþjóðlegu listalífi. Allir gagnrýnendur tala til misjafnlega vel tilgreinds hóps lesenda og gagnrýni þeirra endurspeglar þær hugmyndir sem þeir gera sér um þann hóp að meira eða minna leyti, enda er gagnrýni ekki eintal, heldur hugsanir sem er varpað fram til að hreyfa við eða hafa áhrif á hugsanir annarra. Frekar mætti segja að gagnrýni sé eintal sem leitar eftir samræðu. En ef listaheimurinn hefur breyst ætti gagnrýni ekki að breytast með honum? Ef það er ekki hægt að afmarka „samfélag“ listamannsins eftir landafræði og þjóðerni, á gagnrýnandinn þá nokkuð að líta svo á að hans „samfélag", sem hann er í samræðu við, sé afmarkað á þann hátt? Enda sést það á gagnrýni að hún hefur smám saman verið að þróast í þessa átt. Ef svo er þá verður samt ekki litið framhjá því að hinn afskekkti gagnrýnandi stendur frammi fyrir nokkrum vanda í þessu breytta landslagi. Augljósasti vandinn er þegar sveitalubbinn reynir að vera heimsborgari °g gerfr sjálfan sig að athlægi og hefði betur mátt vera einlægur í sveita- 30 TMM 1997:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.