Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 86
SOFFÍA AUÐUR BIRCISDÚTTIR viðhorfs er Dan Taylor, liðsforingi Forrests Gumps í Víetnamstríðinu. Hann er dæmi um annan „meistara" Forrests, sem kallar hann „foringja“ sinn. Forrest bjargar lífi Dans þegar þeir verða fyrir árás óvinahersins. En hann fær litla þökk fyrir því Dan liðsforingi trúði því að það væru örlög hans að falla í stríði, eins og ótal forfeður hans áður. Einhver forfeðra hans hafði fallið í hverju einasta stríði sem Bandaríkjamenn höfðu háð fram að Víetnamstríð- inu. Dan liðsforingi ásakar Forrest um að hafa breytt gangi örlaganna með björguninni. „Þú sveikst mig“, segir hann bitur við Forrest Gump þegar þeir hittast á hersjúkrahúsi, „hafðir af mér örlög mín“. f rás myndarinnar á Dan reyndar eftir að þakka Forrest Gump lífgjöfma og sættast við örlög sín, þó þau séu önnur en hann hélt í fyrstu. Þarna sjáum við dæmi um hvernig „meistarinn" getur lært af „lærisveini“ sínum. í lok myndarinnar stendur Forrest Gump við gröf ástarinnar sinnar, Jennýar. Hann ávarpar hana með eftirfarandi orðum: Ég veit ekki hvort mamma hafði rétt fyrir sér eða hvort Dan liðsforingi hefur rétt fyrir sér. Ég veit ekki hvort allir hafi sín örlög eða hvort við berumst bara um með blænum. En ég held að það geti verið hvort tveggja. Kannski gerist hvort tveggja samtímis. Þetta eru eilífar hugleiðingar um hvort manneskjan sé frjáls eða hvort henni séu fyrirfram ásköpuð örlög. Danska skáldkonan Karen Blixen sætti þessi tvö sjónarmið á skemmtilegan máta. Hún sagði sem svo að guðirnir sköpuðu manneskjunni fyrirfram ákveðna lífsmynd, en það væri undir henni sjálfri komið að draga upp línur og fylla út í þá mynd sem henni væri ætluð.12 Þegar maðurinn hefur fengið yfirsýn yfir líf sitt — séð sína lífsmynd — veit hann hver örlög hans eru. Þessar hugleiðingar eru einnig sem rauður þráður í sögu Diderots. Eins og titill sögunnar ber með sér er Jakob forlagasinni og rökræðir hann oft við meistara sinn um þá trú sína. Sagan hefst einmitt á hugleiðingum um þetta efni: Hvernig hittust þeir? Af tilviljun, eins og gerist og gengur. Hvað hétu þeir? Hvað varðar yður um það? Hvaðan komu þeir? Úr næsta nágrenni. Hvert var ferð þeirra heitið? Veit nokkur hvert ferð hans er heitið? Hvað sögðu þeir? Meistarinn sagði ekki orð; og Jakob sagði að kafteinninn hans segði að allt hið góða og illa sem fýrir okkur bæri hér neðra stæði skrifað efra (bls. 5).13 Strax í þessum upphafslínum sjáum við andstæð viðhorf um forlögin. Annars vegar trú Jakobs, sem hann tekur upp eftir umtöluðum kafteini, að líf okkar sé fýrirfram skráð „hið efra“ á „bókrolluna“ miklu. Og hins vegar 76 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.