Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 99
HIÐ SANNA RÍKI FRELSISINS ríkisins að miðla mótsögnum hins borgaralega þjóðfélags og móta samfé- lagið undir sjónarhorni sameiginlegra hagsmuna þegnanna. Velferðarkerfið og réttarkerfið eru mikilvægust í þessu skyni. Með þeim er tryggt að enginn þurfi að líða skort og að allir geti leitað réttar síns sé á þeim brotið. Hvort tveggja eru meginforsendur sjálfsvirðingar og persónuþroska að mati Heg- els. Marx tekur upp greinarmun Hegels á borgaralegu þjóðfélagi og ríki (sbr. ÞH, 35), en hann hafnar því að ríkið geti gegnt því hlutverki sem Hegel kenndi. í stað þess að leysa þær mótsagnir einstaklings og heildar sem einkenna borgaralegt samfélag er ríkið sjálft afsprengi þessara mótsagna og gegnir lykilhlutverki til þess að viðhalda þeim.15 Marx lítur svo á að ríkið sé í reynd tæki ráðandi stéttar til þess að tryggja yfirráð sín undir yfirskyni þess að verið sé að þjóna almannaheill: „Virk barátta fyrir sérhagsmunum, sem í reynd standa gegn sameiginlegum hagsmunum [...], krefst þess [. . .] að ríkið íklæðist dulargervi „almanna“-hags og hafi virka milligöngu milli sérhagsmunanna og taumhald á þeim“ (ÞH, 32). Þetta er inntakið í því sem Marx nefnir „hugmyndafræðilegt hlutverk" ríkisins. í ljósi þessa verður líka að skilja tal Marx um siðferðið sem hugmyndafræði. Frá þessu sjónarmiði er siðferðið, ríkjandi hugmyndir um rétt og rangt, liður í valdakerfi ráðandi stéttar. Eiginlegar siðferðishugmyndir vísa jafnan til þess sem þjónar hags- munum allra jafnt. í borgaralegu samfélagi er siðakerfið hugmyndafræðilegt vegna þess að það felur í sér þá lygi að það þjóni almannaheill þegar það þjónar í raun afmörkuðum hagsmunum ríkjandi stéttar. Siðferðileg hugsun felur líka í sér þá hughyggjulygi, að mati Marx, að hugmyndir séu óháðar efnislegum veruleika og geti því verið sjálfstætt afl í samfélagsþróuninni. Gagnrýni Marx á borgaralegt siðferði kemur hvað skýrast fram í ádeilu hans á hugmyndina um borgaraleg réttindi.16 Það kann að koma sérkenni- lega fyrir sjónir að hann gagnrýni slík réttindi þar eð þeim er einkum ætlað að vernda einstaklinga fýrir ofríki stjórnvalda. En til að átta sig á hugsun Marx hér er rétt að rifja upp það sem hann telur einkenna yfirráðatengslin í kapítalísku samfélagi. Borgaraleg réttindi gegna mikilvægu hlutverki í því skyni að tryggja persónulegt sjálfstæði, en þau hrófla á engan hátt við því sem Marx kallar hlutbundið ósjálfstæði manna. Raunar gegna þau mikil- vægu hlutverki til þess að viðhalda óbreyttu ástandi og réttlæta það. Það er vegna þess að séreignarétturinn er grundvallarþáttur í borgaralegum lýðrétt- indum, svo sem glöggt má sjá af höfuðritum borgaralegrar frjálshyggju.17 Hegel leit einnig svo á að séreignarétturinn gegndi lykilhlutverki fyrir sjálfs- virðingu hvers og eins, því að menn raungerðu sig einungis fýrir milligöngu verka sinna sem væru þeirra réttmæt eign. Einstaklingurinn öðlast hlutlæga tilveru fyrir tilstilli eignar sem varin er í lögum og er forsenda viðurkenn- TMM 1997:1 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.