Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Side 128
RITDÚMAR langar lífrænar sameindakeðjur við aðra vísindamenn á helstu gleðisamkundu þeirra grípur hann heldur betur í tómt. Allt annars konar gleði ríkir í hugum og gjörðum þeirra. Andri (söguhetjan) hef- ur fetað hina vísindalegu krákustigu af iðni og samviskusemi, sett markið hátt, til þess eins að komast að því að fag- mennirnir voru ófaglegir. Iðulega datt mér í hug Síðasta rann- sóknaræfingin eftir Þórarin Eldjárn þar sem hann spaugar feimnislaust með að- alsamkomu íslenskufræðinga. Hér er Andri (höfundurinn) klárlega undir sömu átt en segir eigin sögu, og notar til þess tungumál raungreinanna: Hann leit á klukkuna og reiknaði út að loðinn rass mannsins sveiflaðist upp og niður um 127 sinnum á mínútu sem eru að meðaltali 2,11 sveiflur á sek- úndu eða 2,11 Hertz sem er hin löggilta eining. (bls. 21) Höfundur skreytir mál sitt með ýmsum krúsindúllum en þær trufla sögufram- vindu ekki og hann veit fullvel hvert för- inni er heitið. Leiðindin sem Andri (söguhetjan) upplifir á þessu balli leiða hann á fund stærstu raunvísindauppgötvunar sinnar, hann flettir ofan af alþjóðasvindli og gjörbreytir við það allri raungreina- kennslu í landinu! Ekki lítið lagt á einn gráan mann. Og óvíst er hvort það varð til bóta og hvort Andri (söguhetjan) reis eða hneig undir þeirri ábyrgð. í Grasi kveður við enn skáldlegri tón enda segir skáldið Arnar frá sértækri reynslu sinni úr sumarstarfinu til margra ára. Hann snyrtir garða fólks. Hann kemst í kynni við Gunnlöðu af því að hún segist vilja nýta sér þjónustu hans — í grasslætti. Hún getur sjálf ekki ræktað eigin garð. Eftir æsilegar 3ja sólarhringa samvistir endar hún með að pumpa upp úr honum skáldgáfuna, og síðan með sama hætti upp úr öllum þeim skáld- bræðrum sem hann átti. í byrjun þessa sumars ortu þeir félagarnir, allir 9, og voru reifir en unnu fýrir sér með því að slá gras og ræða það við þá sem borguðu fyrir. I lok sumars eru þeir orðnir gras- sláttumenn til orðs og æðis. Skáldgáfuna skildu þeir eftir í Boðn, „eldgamla draslinu“ hennar Gunnlaðar. I Skerja- firðinum. Þrátt fyrir að goðsögulega vísunin sé augljós í þessari sögu er sagan öll samt lúmsk og leynir á sér undir þessari beinu vísun. Auðvitað heldur ungskáldið sig til hlés í ástarlífmu til að geta ort, þ.e.a.s. meðan það er enn virkt, og er þá jafnan í ástarsorg eins og ungskáldum kvað vera hollt. Það stenst þá líka á endum að eftir þennan kröffuga ástarfund með Gunn- löðu lýkur tilhugalífi Arnars við skáldið í sér. Hann hættir að manga til við hinn hoggna ljóðstíl sumarvinnunnar: Ég hugsaði um lóuna í hreiðrinu sem ég sló óvart í fyrra. Blóð. Skurn. Fiður. Stundum langar mig til að vinna í svörtum kufli eins og maðurinn með Ijáinn. Með tryllingslegu glotti á vör- unum myndi ég fara eins og logi yfir akur. Ha ha. Eira engu strái. Brúmm. Brúmm. Hviss. Drepa. Drepa. 1 gegn- um eyrnahlífarnar berst þægilegur ómur af kvalaópum og tannagnístri eins og hróp að handan. (bls. 28) og slær annan takt að hausti: En þessi garður var eitthvað öðruvísi en aðrir garðar og ekki nærri því jafn leiðinlegt að slá hann. Við ræddum mikið um hvað það gæti verið. Sumir strákarnir sögðu að mosinn væri mýkri og blautari, en ég benti þeim á að grasið væri gulara í rótina því það væri ofvaxið. Hinum fannst of mikið af fíflum og njóla. (bls. 34) í eina samtali Gunnlaðar og Arnars sem lesanda er veittur aðgangur að spyr hún í þátíð og hann svarar í nútíð (bls. 31-2). Nú held ég ekki að þetta sé vísun í frá- sagnarhefð íslendingasagnanna en kannski tilraun til að sýna Gunnlöðu í dulúðugri fjarlægð meðan Arnar er 1 18 TMM 1997:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.