Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 6
Gerður Kristný
Grasaferð að læknisráði
Viðtal við Svövu Jakobsdóttur
Skyggnst á bak við ský heitir ritgerðasafn eftir Svövu Jakobsdóttur sem
kemur út hjá Forlaginu innan skamms. í safninu er að finna greinar
um ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok og Alsnjóa, auk sögunnar
Grasaferð. Fjórða greinin heitir „Gunnlöð og hinn dýri mjöður“ en það er
fræðileg ritgerð um þau erindi Hávamála sem fjalla um rán Óðins á skáld-
skaparmiðinum. Svava telur erindi Hávamála lið í launhelgum og vígslu af
meiði fornra indó-evrópskra trúarbragða og finnur hliðstæður hjá Keltum.
„Jónas Hallgrímsson er einstakur hvernig sem á er litið. Ekki einasta eru
kvæði hans listrænar perlur í sjálfu sér; þau eru einnig merkileg í bók-
menntasögulegum skilningi, vísa jafnt fram á við sem aftur í gullaldarskáld-
skapinn. Ég dreg þá ályktun af greiningu minni á Ferðalokum að Jónas
endurheimti hið forna skáldskaparmál sem, samkvæmt eðli sínu, felur í sér
bæði hugmyndafræði og fagurfræði Eddukvæða," segir Svava og heldur
áfram: „Viðfangsefni ritgerðanna í bókinni eru því náskyld þó að svo kunni
ekki að virðast í fyrstu. Um notkun Jónasar á fornum bragarháttum hefur
verið ritað fræðilega en minna hefur verið ritað um hugmyndafræðileg
tengsl milli Jónasar og miðalda. Nú er það svo að miðaldir án guðstrúar eða
sýnar til guðdómlegrar eða yfirskilvitlegrar veraldar í einhverju formi er
nánast óhugsandi.
í mörgum kvæðum Jónasar gætir mikilla áhrifa frá Völuspá eins og allir
vita. Þetta sjáum við mjög snemma á skáldferli hans, t.d. í kvæðinu Ad
amicum þar sem áhrif ffá Völuspá og sköpunarsögu Mósebókar renna sam-
an. Ég kynnti mér andrúmsloft goðkvæðanna og Völuspár nokkuð vel,
fannst mér, þegar ég skrifaði Gunnlaðar sögu því heimsmynd og launhelgar
eru nátengd fyrirbrigði. En þegar fór að síga á vinnuna við Ferðalok sá ég að
ógjörningur var að halda áfram nema fara mjög rækilega í Völuspá. Hún
varð alls staðar fýrir mér í Ferðalokum. Ég taldi mig sjá að þetta forna efni
væri svo samofið rómantík Ferðaloka að öðruvísi væri ekki hægt að ljúka
verkinu. Þetta gildir einnig um ritunaraðferðina. Margræðni orða og mynd-
máls er undirstaða ritstílsins og það á sér sínar orsakir. í fyrstu prentun
4
www.mm.is
TMM 1998:3