Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 7
GRASAFERÐ AÐ LÆKNISRÁÐI
Ferðaloka er á einum stað vísað í
Hávamál neðanmáls og það er
sannarlega ekki út í bláinn. Það er
eiginlega ekki hægt að segja frá
þessu í stuttu máli enda er
ritgerðin mín vel yfir hundrað
síður.
Goðafræðin er ein af þremur
þráðum í heildarbyggingu Ferða-
loka en söguþræðirnir eru þrír.
Þeir fléttast saman og sjást ekki
heildstæðir íyrr en búið er að
rekja þá í sundur. Það er margt
hulið á bak við skýin í Ferða-
lokum, m.a. vísanir í önnur skáld-
verk Jónasar sjálfs, myndmál
þeirra og merkingu. Bæði Grasa-
ferð og Alsnjóa koma saman, ef
svo mætti segja, í Ferðalokum. Þau
eru þar innanborðs svo tekin sé
skipslíking. Ferðalok er eins og lífstréð með rætur þrjár, í goðafræði, kristni
og rómantík. Kvæðið er því feikilega efnismikið. Rannsóknir mínar á
Völuspá kynnti ég að hluta í fyrirlestri sem ég hélt á ráðstefnu í Kaupmanna-
höfn í apríl síðastliðnum og vonast til að geta komið þeim á prent einhvern-
tíma.“
Svava segir einhverja þekkingu á goðafræði vera forsendu þess að geta
skilið Ferðalok. „Hins vegar er sjálft bókmenntaminnið vel þekkt þegar búið
er að ráða í táknmálið og formið,“ tekur hún ffam. „Ferðalok eru hvort
tveggja í senn, nýsmíð og endurheimt forns skáldskaparmáls. Jónas talar til
samtíma síns þó að lesandi þurfi að hafa talsvert fyrir því að komast inn í
kviku og kjarna málsins.
Hugsanlega brúar Jónas bilið milli miðalda og 19. aldar. Það er rann-
sóknarefni út af fyrir sig sem þarf að kanna betur en ég tel að hann noti
sömu innri formgerð og þá sem við þekkjum úr íslendingasögum. Mér
virðist líka að draga megi þá ályktun að Jónas hafi frá upphafi litið á yrking-
ar sínar sem samfelldan og stigmagnandi feril sem héldist í hendur við ævi-
skeið hans og lífssýn um leið og hin fagurfræðilegu og listrænu tök verða æ
flóknari og fullkomnari. Ferðalok eru kórónan á þessum ferli Jónasar, sjálf-
ur lífsróðurinn.“
TMM 1998:3
5