Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 9
GRASAFERÐ AÐ LÆKNISRÁÐl fræðina eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það varð mér, íslendingnum, mest undrunarefni. Þú verður að gæta að því að ég var útskrifuð úr íslenskum menntaskóla þar sem íslendingasögurnar voru ekki lesnar heldur orð- greindar í tíð, hátt og mynd. Önnur vitneskja sem maður hafði úr andrúms- loftinu var helst á þá leið að þær væru einstakar einangraðar náttúruperlur úr samhengi við allt annað. Miðaldafræðin eiga, satt að segja, að vera í ein- hverjum mæli skyldulesning hverjum íslendingi. Annars voru allir kennarar mínir margfróðir og ég hafði mjög gaman af náminu. Hugsaðu þér, hér heima var engin bókmenntakennsla og lægi mað- ur í bókum, sem kallað var, fékk maður á tilfinninguna ósjálfrátt, að maður væri að svíkjast um við heimanámið. Nú var ég komin í þá stöðu að ég var skyldug til að liggja í skáldskap! Þetta var undur, hreint ótrúlegur munaður.“ Önnur skáldkona, Sylvia Plath, stundaði líka nám í Smith College, eins og frægt er orðið. Þekktirðu hana? „Hún var í skólanum samtímis mér en var tveimur árum yngri og því miður varð hún nú aldrei á vegi mínum. En ævi- lok hennar snerta alla djúpt. Það er búið að stofna safn um Sylviu í skólanum. Hins vegar sé ég á bréfasafni hennar sem hefur verið gefið út að hún lærði líka hjá prófessor Patch og kallar Sylvia hann bókmenntalegt ljón, sem virðist lifa og hrærast í hinni þróttmiklu lífsorku miðaldanna. Hún kallar hann ógn- vekjandi og mikilfenglegan. Mér fannst hann nú ekki ógnvekjandi beinlínis en mér finnst ég skilja hvað hún á við.“ Svava kveðst hafa ætlað að leggja stund á fræðimennsku. „Ég var byrjuð á rannsóknarnámi í Oxford hjá Gabriel Turvill-Petre sem þarf ekki að kynna fyrir íslendingum en varð að hætta vegna veikinda. Þá var augnsjúkdómur líka að hrella mig.“ Tólfkonur Svava var 35 ára þegar fyrsta bókin hennar, Tólf konur, kom út. Af hverju gafstu ekki fyrr út? „Ég hafði annað að gera,“ svarar Svava eftir nokkra um- hugsun og bætir síðan við: „Ég var heilt ár að jafna mig á þessum veikindum sem ég minntist á áðan og þá ræður maður ekki að öllu leyti stefnunni sjálfur. Auk þess var ég ekki viss um að ég vildi halda út á rithöfundarbraut. Þó að maður sé ungur að fást við skáldskap er ekki sjálfgefið að maður leggi það fyrir sig. En þegar maður finnur með sjálfum sér að maður geti ekki annað þá fyrst tekur alvaran við.“ Svava bjó ásamt eiginmanni sínum, Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, bæði í Svíþjóð og hér heima. „Sonur okkar fæddist og við vorum að koma okkur fyrir í tilverunni. Ég var svo glöð og ánægð yfír barninu mínu að ég gæti þess vegna aldrei hugsað mér lífíð öðruvísi á þeim árum. Hefðu námslán verið til TMM 1998:3 www.mm.is 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.