Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 9
GRASAFERÐ AÐ LÆKNISRÁÐl
fræðina eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það varð mér, íslendingnum, mest
undrunarefni. Þú verður að gæta að því að ég var útskrifuð úr íslenskum
menntaskóla þar sem íslendingasögurnar voru ekki lesnar heldur orð-
greindar í tíð, hátt og mynd. Önnur vitneskja sem maður hafði úr andrúms-
loftinu var helst á þá leið að þær væru einstakar einangraðar náttúruperlur
úr samhengi við allt annað. Miðaldafræðin eiga, satt að segja, að vera í ein-
hverjum mæli skyldulesning hverjum íslendingi.
Annars voru allir kennarar mínir margfróðir og ég hafði mjög gaman af
náminu. Hugsaðu þér, hér heima var engin bókmenntakennsla og lægi mað-
ur í bókum, sem kallað var, fékk maður á tilfinninguna ósjálfrátt, að maður
væri að svíkjast um við heimanámið. Nú var ég komin í þá stöðu að ég var
skyldug til að liggja í skáldskap! Þetta var undur, hreint ótrúlegur munaður.“
Önnur skáldkona, Sylvia Plath, stundaði líka nám í Smith College, eins og
frægt er orðið. Þekktirðu hana? „Hún var í skólanum samtímis mér en var
tveimur árum yngri og því miður varð hún nú aldrei á vegi mínum. En ævi-
lok hennar snerta alla djúpt. Það er búið að stofna safn um Sylviu í skólanum.
Hins vegar sé ég á bréfasafni hennar sem hefur verið gefið út að hún lærði líka
hjá prófessor Patch og kallar Sylvia hann bókmenntalegt ljón, sem virðist lifa
og hrærast í hinni þróttmiklu lífsorku miðaldanna. Hún kallar hann ógn-
vekjandi og mikilfenglegan. Mér fannst hann nú ekki ógnvekjandi beinlínis
en mér finnst ég skilja hvað hún á við.“
Svava kveðst hafa ætlað að leggja stund á fræðimennsku. „Ég var byrjuð á
rannsóknarnámi í Oxford hjá Gabriel Turvill-Petre sem þarf ekki að kynna
fyrir íslendingum en varð að hætta vegna veikinda. Þá var augnsjúkdómur
líka að hrella mig.“
Tólfkonur
Svava var 35 ára þegar fyrsta bókin hennar, Tólf konur, kom út. Af hverju
gafstu ekki fyrr út? „Ég hafði annað að gera,“ svarar Svava eftir nokkra um-
hugsun og bætir síðan við: „Ég var heilt ár að jafna mig á þessum veikindum
sem ég minntist á áðan og þá ræður maður ekki að öllu leyti stefnunni sjálfur.
Auk þess var ég ekki viss um að ég vildi halda út á rithöfundarbraut. Þó að
maður sé ungur að fást við skáldskap er ekki sjálfgefið að maður leggi það
fyrir sig. En þegar maður finnur með sjálfum sér að maður geti ekki annað þá
fyrst tekur alvaran við.“
Svava bjó ásamt eiginmanni sínum, Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, bæði í
Svíþjóð og hér heima. „Sonur okkar fæddist og við vorum að koma okkur
fyrir í tilverunni. Ég var svo glöð og ánægð yfír barninu mínu að ég gæti þess
vegna aldrei hugsað mér lífíð öðruvísi á þeim árum. Hefðu námslán verið til
TMM 1998:3
www.mm.is
7