Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 64
VOLKER BRAUN hennar haldið úlnliðum hans föstum á lakinu, svo hann gat ekki hindrað að hún ýtti sér niður á hann með rakt opið og hann smaug inn í hana ósjálfrátt undan þunga hennar. Þegar hún svo hafði setið upprétt ofan á honum og hann séð glóðina í andliti hennar varð honum ljóst á ný hve ung hún var, ónálganleg í öðrum tíma. Við hlið hennar var hann gamall maður, hann hafði lokað augunum og reynt að gleyma þessari veru sem dró andann fyrir ofan hann og líta á lærin sem einskonar vélbúnað enda var hann staðreynd. Hann hafði óskað sér að vera áfram hlutlaus, óséður og legið kyrr mínútum saman ... en einn hluti hans var óvænt flæktur í átökin. Vanhugsaða glímu sem hann hafði búist við að lyki með iðrun þegar hann opnaði augun og hún hlyti að sjá hver hann var; hann átti engan rétt á henni. En einmitt þegar hún var komin í mark, æsingurinn í henni gaf það til kynna, var Georg kominn þangað líka, svitastokkinn. Hún hafði faðmað sökunaut sinn og án þess að viðurkenna vesöld hans hafði hún, nafla við nafla, snúið sér við, gripið um sköflunga hans og snortið (viðmælanlegan) lim hans með vörunum; svo Georg hafði, í gagnstæðri stöðu, fundið fyrir sínum vörum í skapahári hennar, látið örvæntingarfullur alla tillitssemi lönd og leið og hafist handa. Eins og frjáls maður í hamingjuríku lífi sem hann ætti fyrir höndum. Hann hafði hellt sér yfir það... og Luise tekið um hnakka hans og þrýst munninum að kverkum hans og bitið af síauknu afli: tilkynning sem var honum mikilvæg (og, eins og kom í ljós, skráð varanlegu letri) - hann hafði haldið út sársaukann og heyrt drunur hafsins; niðandi tilfinning ótta og losta; hann var kominn á ákvörðunarstað. Um morguninn: klukkan 4.05 að mið- evrópskum tíma þegar fyrsta skíman skildi að vatnsborð og himin, meðan þau stóðu álút yfir grindverkinu á svölunum, hafði Georg, gripinn óútskýranlegum óróa, knúið á um að þau færu. Luise hafði fundist þessi asi andstyggilegur - viðtalstímar, skyldustörf hringsólandi í höfði hans, allt undanbrögð en skipuðu honum þó að að fara burt, hann hafði lagfært verstu ummerkin í herberginu og, án þess hún tæki eftir, í sér, og loks, enda þótt þau hefðu snætt morgunverð í ró og næði og farið í hægðum sínum niður að sjónum, henst burt af vettvangi líkt og í æðiskasti. Georg snerist á hæli undir útgengnu klukkunni sinni á torginu og upprifjuðu meðaumkunaraugnaráði Luise, gróf fingurneglurnar aftur í tannaförin og bar kennsl á mann milli ósvífinna hattaspilaranna. Maðurinn stefndi í átt að öskjunum en undir þeim höfðu þeir litlar kúlur úr silfur- pappír sem auðvelt var að staðsetja en aldrei var hægt að finna þegar búið var að greiða það sem lagt var undir. Hann var nýbúinn að tapa 100 mörkum og lagði aftur undir, fullviss í sinni sök; og tapaði aftur. Maðurinn rétti úr sér, náfölur af bræði, ýlfurkenndur tónn barst frá sinaberum búk hans, hann horfði vesældarlega í kringum sig inn í skilningsvana mannfjöldann. Svo 62 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.