Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 68
VOLKER BRAUN heyra hann á að sjá; þetta hafði verið honum mátulegt. Með sigurópi hafði Schaber loks komist að niðurstöðu og Georg á sömu skoðun náfölur. Hann hafði kastað sér á félagann og slegið hann flötum lófum á munninn eins og hann gæti hrakið mál hans; en hann hafði beygt sig eldsnöggt og beitt líkamsþunga sínum til að hefia andstæðinginn á loft þannig að höfuð Georgs hafði svifíð að fótum Schabers sem svo hafði sparkað yfirvegað með breið- um sólanum. Og flutt hann yfír í annað ærulaust líf, þarna í skítnum... það gat núna hafist. Og Georg, sem kraup bak við yfirmann sinn, hafði lagt hendurnar um háls honum og tekið hann kyrkingartaki svo að hann gaf fljótt eftir; hann gat ekki gert honum sig skiljanlegan (Schaber sýndi kyrk- ingarfarið daginn eftir). í vitund Georgs hafði glumið gnýrinn - fótastapp haturs - frá hinum gamalkunnu orustum; sem nú höfðu tapast fyrir fúllt og allt. Undir kvöld (klukkan 18 að miðevrópskum tíma) þegar rökkurskýlan var að leggjast yfir byggingarnar í kring höfðu þeir hallað sér hlið við hlið upp að rammgerum peningaskápnum og Georg verið gripinn algerum sljóleika, stjarfur. Schaber hafði stunið óþolinmóður - á morgun, alla daga, bauð skyldan þeim að koma hingað aftur; Georg hafði sogað inn í sig salarkynnin og það sem þar hafði gerst og hafði að sönnu haldið sig áfram í þessu umhverfi líkt og heimskingi í óbifanlegri ró þótt hann skrifaði áfram tillitslaust og hugsaði dýrlega. Torgið sem Georg sá núna og þar sem hann skildi við Schaber, er nú skundaði snúðugt burtu, var yfirfullt af einstaklingum sem mældu út hina miklu fjarlægð án þess að ætla sér nokkuð hver með annan líkt og þeir væru hraktir milli auglýsingaflatanna af einhverjum máttugum teningskastara. Þetta var annar tími; sá gamli, tími Schabers, var liðinn. Illur grunur læddist að Georgi: Schaber hafði ekki viljað hana, samkenndina, honum hafði ekki verið alvara. Nú varð hann að lifa með henni... það var honum mátulegt að hann hyrfi þarna bakvið og aðeins hægt að þekkja hann á bananaknippinu. - En hver var hann? Georg var stundvís maður en hann átti bara ekki stefnumót við neinn, ekki lengur. Klukkan var 12.15 að miðevrópskum tíma. Hann gat horft óttalaus á stóru klukkuna, í óendanlegri sorg og með plastpokann í hend- inni: Allt fyrir tíu mörk. Hefði hann getað haldið í Luise? - Hann mundi aldrei vita það. Sá sem ekki elskar á réttum tíma verður að sjá hvað verður afgangs. Hefði hann átt að segja skilið við Schaber? - Lífið refsar þeim semfer ofseint. Hvers vegna ffelsaði hann hana ekki? Hvers vegna frelsaði hann ekki sjálfan sig? setningarnar þyrptust hver um aðra þvera í huga hans og ginntu hann með samhljómi sínum og hann hafði aðeins þetta eina fátæklega svar á reiðum höndum: Ég vildi það ekki. - Um leið og hugmyndin skar hann í hjartað vissi Georg að hún var hamingjurík, óhjákvæmilega sönn. Hér var 66 www.mm.is TMM 1998:3 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.