Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 68
VOLKER BRAUN
heyra hann á að sjá; þetta hafði verið honum mátulegt. Með sigurópi hafði
Schaber loks komist að niðurstöðu og Georg á sömu skoðun náfölur. Hann
hafði kastað sér á félagann og slegið hann flötum lófum á munninn eins og
hann gæti hrakið mál hans; en hann hafði beygt sig eldsnöggt og beitt
líkamsþunga sínum til að hefia andstæðinginn á loft þannig að höfuð Georgs
hafði svifíð að fótum Schabers sem svo hafði sparkað yfirvegað með breið-
um sólanum. Og flutt hann yfír í annað ærulaust líf, þarna í skítnum... það
gat núna hafist. Og Georg, sem kraup bak við yfirmann sinn, hafði lagt
hendurnar um háls honum og tekið hann kyrkingartaki svo að hann gaf
fljótt eftir; hann gat ekki gert honum sig skiljanlegan (Schaber sýndi kyrk-
ingarfarið daginn eftir). í vitund Georgs hafði glumið gnýrinn - fótastapp
haturs - frá hinum gamalkunnu orustum; sem nú höfðu tapast fyrir fúllt og
allt. Undir kvöld (klukkan 18 að miðevrópskum tíma) þegar rökkurskýlan
var að leggjast yfir byggingarnar í kring höfðu þeir hallað sér hlið við hlið
upp að rammgerum peningaskápnum og Georg verið gripinn algerum
sljóleika, stjarfur. Schaber hafði stunið óþolinmóður - á morgun, alla daga,
bauð skyldan þeim að koma hingað aftur; Georg hafði sogað inn í sig
salarkynnin og það sem þar hafði gerst og hafði að sönnu haldið sig áfram í
þessu umhverfi líkt og heimskingi í óbifanlegri ró þótt hann skrifaði áfram
tillitslaust og hugsaði dýrlega.
Torgið sem Georg sá núna og þar sem hann skildi við Schaber, er nú
skundaði snúðugt burtu, var yfirfullt af einstaklingum sem mældu út hina
miklu fjarlægð án þess að ætla sér nokkuð hver með annan líkt og þeir væru
hraktir milli auglýsingaflatanna af einhverjum máttugum teningskastara.
Þetta var annar tími; sá gamli, tími Schabers, var liðinn. Illur grunur læddist
að Georgi: Schaber hafði ekki viljað hana, samkenndina, honum hafði ekki
verið alvara. Nú varð hann að lifa með henni... það var honum mátulegt að
hann hyrfi þarna bakvið og aðeins hægt að þekkja hann á bananaknippinu. -
En hver var hann?
Georg var stundvís maður en hann átti bara ekki stefnumót við neinn,
ekki lengur. Klukkan var 12.15 að miðevrópskum tíma. Hann gat horft
óttalaus á stóru klukkuna, í óendanlegri sorg og með plastpokann í hend-
inni: Allt fyrir tíu mörk. Hefði hann getað haldið í Luise? - Hann mundi
aldrei vita það. Sá sem ekki elskar á réttum tíma verður að sjá hvað verður
afgangs. Hefði hann átt að segja skilið við Schaber? - Lífið refsar þeim semfer
ofseint. Hvers vegna ffelsaði hann hana ekki? Hvers vegna frelsaði hann ekki
sjálfan sig? setningarnar þyrptust hver um aðra þvera í huga hans og ginntu
hann með samhljómi sínum og hann hafði aðeins þetta eina fátæklega svar á
reiðum höndum: Ég vildi það ekki. - Um leið og hugmyndin skar hann í
hjartað vissi Georg að hún var hamingjurík, óhjákvæmilega sönn. Hér var
66 www.mm.is TMM 1998:3
1