Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 74
RICHARD WAGNER var ekki að þykjast. Hún var bókstaflega ekki íyrir hendi í heilabúi mínu. Það var nákvæmlega þannig. Steffí fylgdist alltaf nákvæmlega með því þegar ég eignaðist nýja kunningja, líka þegar hún sjálf hafði milligöngu. Ég hafði oft á tilfinningunni að hún væri að reyna mig. Hún er besta vinkona mín. Stundum finnst mér eins og hún sé afbrýði- söm. Og þá hugsa ég með mér, hún vill sannreyna vináttu okkar. Eins og hún efist um styrk þessarar vináttu. Það er engu líkara en hún kynni mig fyrir nýju fólki til að athuga hvað vinátta okkar þoli. Eins og hún vilji komast að raun um hvort ég sviki hana í tryggðum. í hvert skipti sem hún kynnir mig fýrir einhverjum dettur mér þetta í hug. Ég sé augnaráð hennar útundan mér og held að ég túlki það rétt. Við höfum aldrei talað um þetta en ég hugsa að við gerum okkur báðar grein fyrir þessu. Að minnsta kosti lít ég þannig á málið. Þetta er eins og leikur. Hún dembir mér í vináttuprófið og ég gengst undir það og báðar drögum við niðurstöðuna viljandi á langinn. Ég tek ekki af skarið. Mér finnst gaman að láta eins og ég hafi mikinn áhuga á þessum nýja kunningskap þótt sú sé alls ekki raunin. Ég geri það vegna þess að ég fmn að Steffi leitar eftir afgerandi svari. Á hinn bóginn læt ég sem minnst uppi um afstöðu mína. Bíð átekta. Ég kynnist einhverjum í gegnum Steffí, svo hringir hún og minnist ekkert á viðkomandi manneskju. Okkur er báðum ljóst að helst vildi hún spyrja strax: Mel, hvernig fannst þér hún? En hún segir ekkert og ég segi heldur ekkert og þannig gengur þetta aftur á bak og áfram í nokkra daga. Að lokum þolir hún ekki lengur við og spyr spurningarinnar og ég læt eins og ég sé heyrnarlaus og segi: Hver? Hver er Sanne, segi ég þá. Já, Sanne og þetta með fangelsið núna. Ekki sem verst, hugsa ég með mér og get vel ímyndað mér að Steffí hafi notað fangelsið til þess að lokka fram skoðun mína á Sanne. Það var liðin vika og hún hafði ekki minnst á hana einu orði. Heil vika. Þá loksins gat hún spurt beint út, svo sæt í ósigrinum. Ég flýti mér á „Kyrkingarengilinn“ og hún er þegar komin. Ég er greinilega í tapliðinu, muldra ég þegar ég kem auga á hana. Hún situr við barinn í stysta pilsinu í bænum, skepnan, og karlmennirnir liggja í kippum við fætur hennar. Hver einasti uppfullur af leggjamunúð. Hælaháir skór og þeir liggja flatir. Hvílík óþolinmæði, hugsa ég, kyssi hana á hvítan hálsinn og þúsundir augna límast við varirnar á mér. í órum sínum óska þeir núna allir að vera með mínar varir. Ég tek barstólinn við hliðina á Steffí, sest á hann með snöggri hreyfmgu og teygi mig síðan vel fram. Ég er í svörtum stretsbuxum, níðþröngum um rassinn. Eitthvað fyrir gæjana. Kjörorðið: Látið ekki hvarfla að ykkur. Steffi gefur þjóninum merki um einn Pinot Grigio enn, ég panta Caipirnha. 72 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.