Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 85
KOMMÚNISTAÁVARPIÐ 150 ÁRA
óhemju reiði verksmiðjueigenda sem með ítökum sínum í þinginu tókst að
fá lágmarksaldurinn lækkaðan í 8 ár. En þetta með öðru var hin hliðin á pen-
ingnum og sjálfur var Tómas ættaður úr afturúrsamfélagi sem var lítt snort-
ið af kapítalisma og fylgifiskum hans, góðum sem slæmum.
Byltingarmennirnir aftur á móti sem stóðu að Kommúnistaávarpinu
voru stokknir beint út úr deiglu tímans og beinir þátttakendur í aldahvörf-
um.
Kommúnistaávarpið markar tímamót að því leyti að í stað þess að andæfa
auðvaldinu á tilfinningalegum nótum: ómannúðleika þrældómsins, örbirgð
fjöldans, svívirðilegum aðbúnaði og misrétti, leitast það við að sýna hvernig
auðvaldsskipulagið lýtur lögmálum sem á endanum munu ganga af því
dauðu. Að auðvaldsskipulagið er þungað af afkomanda sínum: sameignar-
skipulaginu. Kommúnistar eru einskonar ljósmæður sem sjá um að fæðing-
in gangi fljótt og vel fýrir sig, þótt hún verði að sjálfsögðu ekki sársaukalaus.
Og ekki útilokað að nota þurfi tengur og jafnvel taka með keisaraskurði. Sýnt
er fram á framvindu sögunnar, hvernig fyrri samfélög hafa vaxið, dafnað og
hnignað í takt við sömu lögmál. Aðeins er auðvaldsskipulagið stórkostlegra
að það skapar skilyrði til að binda endi á þessa blindu þróun, að manninum
öðlist loks að smíða gæfu sína sjálfur, beisla alla framleiðslukraffa samfélags
og náttúru og frelsa sjálfan sig undan oki brauðstrits og kúgunar. Það er
skrifað í ofvæni mikilla atburða þegar byltingarhrina reið yfir Evrópu og er
að vissu leyti borið uppi af baráttuglaðri bjartsýni um að landið fyrirheitna
sé í augsýn.
En æ, það er eitt eðli byltingarholskefla að þegar þær fjara út draga þær til
baka strandgóssið sem þær höfðu skolað á land. Byltingin rann út í sandinn.
Margir af virkustu þátttakendum hennar voru ýmist teknir af lífi, sendir í
fangelsi eða neyddir í útlegð. Fjöldi verkamanna fluttist yfir hafið til Banda-
ríkjanna og voru hreyfingunni glataðir. Aðrir leituðu athvarfs í tómlátu um-
burðarlyndi Lundúnaborgar, þar á meðal Karl Marx. Trúr sannfæringu sinni
um að endurlausnin byggi í sjálfu auðvaldsskipulaginu, tók hann sér nú fyrir
hendur að brjóta þennan framleiðsluhátt til mergjar. Hann stóð þá á þrítugu
og það sem eftir var ævinnar helgaði hann þessu starfi. Árið 1850, tveimur
árum eftir útkomu Ávarpsins lítur hann upp úr verki sínu og skrifar:
„Við verkamenn hef ég þetta að segja: þið eigið framundan 15,20,50
ára tímabil borgarastríða og alheimsátaka, ekki bara til að breyta nú-
verandi kringumstæðum, heldur til að breyta ykkur sjálfum og búa
ykkur undir pólitísk völd.“
Einni og hálfri öld síðar þekkjum við framhaldið. Að það liðu 70 ár frá ritun
Ávarpsins og þangað til bylting náði að skjóta rótum og festa sig í sessi með
TMM 1998:3
www.mm.is
83