Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 105
SJO LYKLAR AÐ EINNI SKRÁ
módernistarnir eru plagaðir af sömu hitasóttinni, sömu sefasýkinni. Þá er
bara ein spurning eftir: Hverja sendu þeir á bálið?
III
Okkur er að skiljast að heimurinn endar ekki með gagnvirka sjónvarpinu.
Internetið lokar okkur ekki endanlega inni í húsi og söknuðurinn eftir
„ekta“ sjálfum var ekki annað en handfarangur þunglyndissjúklings sem
aldrei komst yfir umbreytingu hinnar háborgaralegu vestrænu menningar í
alþýðlega og alþjóðlega menningu. Nú þegar fagurffæðin sem póst-
módernísku höfundarnir mótuðu hefur smám saman tekið á sig mynd póli-
tískrar stefnuskrár fjölhyggju og minnihlutabaráttu er hin svokallaða dýpt,
sem módernisminn gældi svo mikið við, ekki lengur hugtak sem þarf að yfir-
vinna eða hafna. Fagurfræðilegt óþol póstmódernismans í garð þess sem til-
heyrði hinni vestrænu hámenningu módernismans er álíka sögulegt og
sjálfur hámódernisminn. Hvort tveggja er „búið“ en heldur þó áfram að
minna á sig. Því getum við eins átt von á því að dýptin snúi aft ur en þá líkleg-
ast sem heillandi furða, sem undarlegt tákn á tímans himni. Hinn upphaflegi
póstmódernismi var hins vegar of skotinn í flatneskjunni til að samþykkja
slíka endurkomu.Æsingurinn við að halda sig á yfirborðinu var svo yfirdrif-
inn að hann varð tilgerðarlegur og þótt hann hafi skreytt sig nöfnum eins og
„leikur að táknmiðum“, „skrift“, „endurritun" eða „brottfall á mörkum“
snerist hann alltaf og ætíð um yfirborðið og höfnun á hverskonar „túlkun“ -
á bak við hana hlaut að felast dýpt. En þetta skeið kenndi okkur að í stað þess
að leita að leyndardómum í textum, kerfum og listaverkum væri álíka gott að
smeygja sér inn í eyður þar sem ekkertvar að finna. Það þurfti heldur ekki
póstmódernista til. Harðhausar eins og Roman Ingarden og Hans-Georg
Gadamer voru búnir að sýna fram á með formalískum og túlkunarfræðileg-
um aðferðum að eyður væru alltaf til staðar í öllum textum þótt þeir gengju
hins vegar ekki svo langt að álykta að fýrst textinn væri uppfullur af stöðum
þar sem sannleikurinn var ekki þá hlyti hann að vera ósannur. En hvar átti
sannleikurinn að vera fýrst hann var ekki þarna? Svo sannarlega ekki í djúp-
unum því þau voru hvergi. I staðinn fyrir djúpin var komin þykkt. Skriftin
gat ekki sokkið heldur aðeins hlaðist upp eins og hænsaskítur í gömlum kofa
og lag fyrir lag mátti skafa hana upp af pergamenti hefðarinnar til að finna
hvernig þræðir hennar spunnust milli veggja og fólu í sér svo margt, en samt
ekki sannleikann og dýptina, þótt hvort tveggja héldi að vísu áfram að vera til
sem lítil sprek inn á milli drullulaganna. En allt þetta kostaði póstmódern-
istana svo mikla áreynslu og svo mikinn herping að stundum þegar maður
les greinar eftir afbyggingarfrömuði ffá seinni hluta áttunda áratugarins og
TMM 1998:3
www.mm.is
103