Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 125
ER HEIMURINN AÐ FARAST?
las greinar Kristjáns að þetta kynni að vera voðaleg skoðun hjá Halldóri sem
mundi steypa heiminum í glötun. Skoðun Halldórs er samt mjög skiljanleg
skoðun hugsandi manns sem hafði lifað margar heildarskýringar og tvö
draumalönd og flækst í allt saman með ýmsum hætti. Að baki býr ömurleg
saga þessarar aldar. Þetta er reyndar samhengið sem höfundur eins og Lyot-
ard hefur í huga þegar hann talar um höfuðsögur eða frumsögur sem er hans
nafn á því sem Halldór kallaði ,úníversalteóríur’. Auðvitað geta menn sem
bezt verið á móti Halldóri og Lyotard um þessi efni. En í háskóla er ekki leyfi-
legt að vera á móti þeim án þess að leggja sig fram um að skilja þá.
Þá er það textakenningin. Hún er nútímaafbrigði af hughyggju Kants og
sporgöngumanna hans á 19du öld, nema hvað hjá Kant var það ekki heimur-
inn heldur skynreynsla okkar af honum sem við túlkuðum, til að mynda
þannig að hugmyndirnar um tíma og rúm og um efnislega hluti urðu að
túlkunum ffekar en að reynsluefnum. Mundi Kristján vilja gera hróp að
Kant fyrir þessar hugmyndir og telja hann ógna siðferðinu? Svo getur texta-
kenningin líka bara hljóðað svo:
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
himneskt er að lifa.
Lítum næst á hið sundraða sjálf. Kristján bregzt við þeirri póst-
módernísku fullyrðingu að „ekkert ,satt’ sjálf [sé] til“ með því að vísa til
kennivalds Descartes: „hjal Descartes um mig (,sum’) sem hugsandi veru
[verður] lokleysa“ ef póstmódernistarnir hafa á réttu að standa.20 Hér gáir
hann ekki að því að ef það er eitthvað sem heimspekingar á tuttugustu öld
eru sammála um, þá er það að hugmynd Descartes um sjálfið gangi ekki upp.
Það er ekkert svoleiðis sjálf.
Loks er það „áherzlan á vald sem höfuðgreiningartæki mannlegra sam-
skipta.“ Hér er Foucault hinn seki. Um þetta efni ætla ég að láta mér nægja að
segja að vald er að sjálfsögðu mjög mikilvægt greiningartæki ef við viljum
skilja mannleg samskipti. Og margt vald er okkur hulið í daglegu lífi, til
dæmis vald hleypidóma yfir okkur. Meðal annars þess vegna geta allsherjar-
hugmyndir um vald hjá Foucault—eða hjá Hobbes—verið margvíslega
frjóar. Schopenhauer hafði kenningu, skylda hugmyndum Foucaults, um
viljann sem blint og óskynsamlegt afl sem réði ferðinni í mannlífinu og allri
náttúrunni. Flestar venjulegar mannlegar hvatir—skynsamlegar hvatir til
breytni—eru hjá honum ekki annað en sjálfsblekking. Þær eru tómt yfir-
varp. Segja má að dulvitundin hjá Freud sé ekkert nema vilji Schopenhauers
TMM 1998:3
www.mm.is
123