Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 132
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
stæði gildisdóma. Hið sterka afbrigði póstmódernískra kenninga fórnar al-
gildi siðferðisviðmiða á altari menningarlegs afstæðis þeirra. Hið veika
afbrigði póstmódernískra kenninga felur hins vegar í sér viðleitni til að bera
saman afstæði, sem á sér rætur í fjölhyggju samtímans, og algildi grundvallar
þekkingarfræðilegra og siðfræðilegra viðmiða skynsemishyggjunnar. Tals-
menn sterks póstmódernisma varpa því arfleifð heimspeki í anda upp-
lýsingarinnar fyrir róða þar sem algildisviðmið hennar eru að þeirra dómi
menningarlega afstæð, evrópumiðuð, karlmiðuð o.s.frv. Síðara afbrigði
póstmódernískrar heimspeki endurmetur með gagnrýnum hætti arfleifð
hennar og sýnir fram á skort á næmi fýrir ýmiskonar mismun í siðferðileg-
um viðmiðum upplýsingarinnar. Slík gagnrýni er gagnleg ábending fyrir
samfélagslega heimspeki og siðfræði um að vera í takt við póstmódernískan
raunveruleika menningar okkar, sem einkennist af fjölhyggju gilda, viðmiða
og lífshátta. Algildi siðferðisviðmiða er því sett á vogarskálar gagnrýni sem
metur réttmæti þeirra með tilliti til þess hvort þau geti gilt fyrir alla, alls stað-
ar og með jöfnum hætti, eða hvort þau viðhaldi stigskiptingu sem hyglir
ákveðnum heimshlutum eða tilteknum hópum í fjölhópa- og fjölmenning-
arsamfélögum samtímans á kostnað annarra.
Þrátt fyrir nauðsyn hinnar póstmódernísku gagnrýni er sambandið milli
hins veika póstmódernisma og módernisma í heimspeki spennuþrungið.
Samræmanleiki þessara beggja hefða einkennist þegar best lætur af skapandi
togstreitu og þegar verst gegnir af óleysanlegum mótsögnum. í báðum til-
fellum eru módernismi og póstmódernismi samt hvor öðrum nauðsynlegt
áreiti.
Vörðurnar á leiðinni að því marki að sýna fram á frjótt samband „veiks“
póstmódernisma og módernisma eru eftirfarandi:
1. í fyrsta lagi mun umfjöllunin um hina póstmódernísku gagnrýni
upplýsingarinnar að mestu leyti takmarkast við erlendar greinar sem hafa
verið þýddar og birtar um þessi efni á íslensku. I hausthefti Skírnis 1993 er
annars vegar ritgerð Immanuel Kants frá 1784 „Svar við spurningunni:
Hvað er Upplýsing?“ og hins vegar ritgerðir Michel Foucaults og Jiirgen
Habermas um þýðingu hugmynda Kants um skynsemi og upplýsingu fyrir
samtíma okkar.4 Það er ekki ætlun mín að gera ýtarlega grein fyrir efni þess-
ara greina heldur einungis að draga fram megin línur deilunnar um
módernisma og póstmódernisma með hliðsjón af þessum greinum. Með
vísun til greinar Kants verður gerð grein fyrir burðarásum módernískrar
heimspeki og sambandi upplýsingar og módernisma í heimspeki. Grein
Habermas er dæmi um vörn og tilraun til að viðhalda hinum kantísku við-
miðum. Ritgerð Foucaults er aftur á móti dæmigerð fýrir hið gagnrýna og
tvíbenta viðhorf til upplýsingarinnar sem einkennir heimspeki hans og
130
www.mm.is
TMM 1998:3