Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 147
RITDÓMAR
enda. Hann fer að tala um sjálfan sig í þá-
tíð og bæta orðinu „sálugi“ aftan við
nafn sitt en slíkt vekur einungis hlátur.
Hann verður smámsaman fjarrænn, föl-
ur og fár og tekur sífellt minni þátt í fjöl-
skyldulífinu, kaupir sérhannað heilsu-
rúm og svört gluggatjöld. Og enda þótt
fjölskyldan sé honum ennþá kær, hann
geti lesið fyrir börnin á kvöldin og sofið
hjá eiginkonunni, tekur að kvikna í hon-
um löngun í aðrar konur og hann stígur
fyrsta skrefið út úr hjónabandinu með
ungri ekkju sem hann tekur að sér að
mála íbúð fyrir.
Hálfdan er raunar umvafinn kven-
fólki út alla söguna sem allar bera til hans
hlýjan hug og eru boðnar og búnar að
hjálpa honum úr ógöngunum, móðir,
eiginkona, samstarfskona og fyrrverandi
kærasta. Drúsilla miðill sker sig að vísu
úr þessum kvennahópi og vafasamt
hvern hug hún ber til Hálfdans. Há-
punktinum í samskiptum við hitt kynið
nær hann þó ekki fyrr en í „næsta lífi“
þar sem hann upplifir sælu og fullnægju
og finnur loksins sjálfan sig með bláó-
kunnugri stúlku.
Blekkingarleikur
Það er athyglisvert að skoða hvernig höf-
undur beitir ýmsum brögðum til þess að
láta lesendur halda að til sé einhver
„jarðbundin skýring" á ástandi Hálf-
dans. Þetta afvegaleiðir lesendur nokkuð
því á meðan þeir eru að leita sennileg-
ustu skýringarinnar og bíða þess að álög-
unum linni er Hálfdan að úthugsa leið til
að sannfæra umhverfið, og þar með les-
endur, endanlega um dauða sinn. Þetta
skapar skemmtilega spennu og tog-
streitu í frásögninni framan af þar sem
engin leið er að sjá hvert stefnir.
Uppruni Hálfdans er til dæmis dálítið
grunsamlegur og gefur tilefni til efa-
semda um að hann hafi nokkru sinni
verið jafn lifandi og af er látið. Hann er
fæddur tvíburi en tvíburabróðir hans
lést við fæðingu. Þetta veldur honum
talsverðu hugarangri og móðir hans
bendir honum á þann möguleika til
skýringar á líðan hans að hinn látni tví-
burabróðir sé að kalla hann til sín. Gælu-
nafhið „Hálfi“ sem móðir hans notar
undirstrikar einnig að Hálfdan Ferg-
usson er varla nema hálfur maður strax
frá upphafi fyrst „hinn helmingurinn“
lést við fæðingu og til að kóróna þessar
óljósu forsendur lífs hans er hann fæddur
hlaupársbarn og lýtur þar með ekki alveg
sömu tímamælingum og aðrir.
Hann leitar einnig skýringar á ástandi
sínu hjá Drúsillu miðli sem tjáir honum
að gamall bóndi sé að lifa í gegnum
hann, en bóndi þessi dó sama dag og
Hálfdan fór á uppboðið í Tollvöru-
geymslunni þar sem hann sannfærðist
um dauða sinn. Hálfdan er þó fullur efa-
semda og kaupir ekki svona einfalda
skýringu enda er hann viss um að allir
sem hann ræðir við stundi blekkingar og
séu í samsæri gegn sér. Lesandinn er aft-
ur á móti alveg tilbúinn að gangast inn á
skýringu miðilsins því þegar dauða-
sannfæringin var að læsa sig í hugskot
Hálfdans stóð hann einmitt við hlið dul-
arfullrar kvenpersónu, sem síðar kom í
ljós að var þessi sami miðill og gæti hún
því vel hafa lagt á hann þessi álög. En hér
er ekkert eins og það sýnist vera, blekk-
ingarleikurinn með Hálfdan og lesand-
ann heldur áfram til þrautar.
Það er svo ekki fyrr en Hálfdan kemst
á samning við „myrkraöflin" í líki þeirra
Natans og Ormars sem eitthvað raun-
hæft fer að gerast í hans málum. Hafi
andrúmsloft sögunnar verið þrúgandi
og píslargangan endalaus magnast
spennan heldur betur eftir að þeir koma
til skjalanna og ný von kviknar innra
með Hálfdani. Sagan tekur nýja stefnu
og þegar Hálfdan gengur á fund
„myrkraaflanna" í því skyni að leita út-
gönguleiðar úr prísundinni er augljóst
að hann er stiginn niður til heljar:
Hveragufur mögnuðust í vægu ffosti
dagsins og stillunni á leiðinni að litla
TMM 1998:3
www.mm.is
145